Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1923, Blaðsíða 3

Ægir - 01.03.1923, Blaðsíða 3
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS. 16. árg. Reykjavík, Marz 1923. Nr. 3. Sigurður Eggertsson skipstjóri frá Bár í Grundarfirði. var fæddur 21. dag septemberm. 1876 á Lambavatni á Rauöasandi og ólst þar upp upp til þriggja ára aldurs, en þá flutti hann að Hvallátrum með foreldrum sínum, Eggerti Eggertssyni bónda á Hvallátrum og Jóhönnu Guðmundsdóttir, og var hjá þeim fram á tvítugs ald- ur, en þá réðist hann sem vinnumað- ur til merkisbóndans Ólafs sál. Thorlací- us í Bæ á Rauðasandi, og var hjá honum þriggja ára tíma, stundaði sjómensku á sumrin en skepnuhirðingu á vetrum, en altaf hneigðist hugur Sig. sál. frekar að sjónum en landinu, enda hafði hann á unga aldri sterka löngun til þess að verða sjómanna stétt landsins til sóma og efl- ingar. Haustið 1900 léðist Sig. sál. sem háseti á seglskipið »Flateyjar-Guðrúnu«, sem var í förum hér við land og var þá á leið til Kaupmannahafnar. Fegar þang- að kom fór Sig. sál. af skipinu — þótti vistin vond, enda lá óþokkaorð á skipstj., en það er samt víst, að á meðan Sig. sál. dvaldi á skipinu, hefir hann víst fyrst lært að stjórna og hlýða, — og réðist þá á gufuskip sem sigldi til Spánar og fleiri landa og í þessum leiðangri var hann þar til vorið 1903 að hann kom upp til Reykjavíkur og urn haustið settist hann inn í sjómannaskólann og útskrifaðisl það- an eftir 1 ár með bezta vitnisburði. Eftir það fór Sig. sá). til Pafreksfjarðar og réð- ist hjá P. A. Ólafssyni og var hjá honum skipstj 6 ár, hjá Ólafi Jóhannessyni 3 ár, bræðrunum Proppe 3 ár, og svo með skip frá Álftafirði og Grundarfirði 2 ár, en síðustu 2 ár sem hann lifði stýrði lrann »Svaninum« frá Breiðafirði. Eg hugsa það muni ekki ofmælt þó sagt sé, að Sig. sál. hafi verið einn með bestu skipstjórum þessa lands, því alslaðar gat hann sér á- gætan orðslýr fyrir reglusemi dugnað og lipurð. enda álti hann miklurn vinsæld- um að fagna, bæði af yfir og undirtnönn- um sínum. Sig. sál. var sérstakur reglu- maður, neylti hvorki tóbaks né víns, og er það sjaldgæft með menn, sem eru búnir að fara eins víða og hann; hann var ein- dreginn bannmaður, og vildi ekki á neinn hátt frá því hika, því hann þóttist sann- færður um það, að færum við að gefa eítir smátl og smátt með innflutningi á víni, þá mundi endiritm verða sá, að bannið yrði algerlega uppleyst — þjóðinni til vansæmdar — og er það álit okkar fleiri góðra manna, því Sig. sál. var fast- ur og ákveöinn í skoðunum sinum og hélt því fast fram, sem hanu áleit veta sannast og réttast, enda var hann gætinn og skynsamur. Um áramótin 1922 varð Sig. sál. lasinn, en þyngdi smátt og smátt og í spril s. 1. fór hann til Stykkishólms að leila sér lækninga, en fékk þar enga bót, fór svo til Reykjavikur skipstj. á »Svaninum« en það var síðasta förin hans, því þegar til

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.