Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1923, Síða 17

Ægir - 01.03.1923, Síða 17
ÆGIR 39 fyrir 10 dögum, aö byrjaði gæftakafli sem haldist hefir síðan og fiskirí fremur gott. Með kærri kveðju og bestu óskum, yðar. Daniel Bergmann. Fiskifjelaginu barst styrkbeiðni til brim- brjótsins í Krossavík á s. 1. ári, sem fje- lagsstjórnin hefði gjarnan viljað styrkja, ef fje hefði verið til. En fjárhagsáætlun Fiskifjelagsins heimilar ekki stjórninni að verja nema lítilli ákveðinni upphæð til lendingabóta árlega og sem þá var alger- lega ráðstafað fyrir árið 1922. Hr. Daníel Bergmann segir að þingmála- fundur á Sandi hafi sent áskorun til þings- ins um að fá alt að kr. 15000 til þess að fullgera brimbrjótinn í Krossavík. Æskilegt væri ef þingið sæji sjer fært að verða við þessari áskorun; og ekki skil jeg annað en allir verði sammála um, að þeirri lán- veitingu sje vel varið, sem á annað borð vilja lita með sanngirni og góðri greind á málið. Pað er öllum kunnugum vitanlegt, að fiskimiðin kringum Snæfellsjökul eru þau aflasælustu sem, getur og sá er kostur þeirra að fiskurinu er þar alt árið. Það sem stendur þorpinu fyrir þrifum, er hafn- leysið. Það hafa hjeraðsbúar lagt í að end- urbæta svo, að öruggt bátalægi fáist fyrir mótðrbátana, sem reynslan er búin að sýna, að verði ekki notaðir að öðrum kosti. Ef mótotbátalægi fæsl tryggt með þess- um brimbrjót í Krossavik — og það eru allar likur til að það fáist — þá líða von- andi ekki mörg ár þangað til þetta um- beðna rikissjóðslán fæst endurgreitt óbein- linis, með útflutningsgjaldi af aukinni fiskframleiðslu frá hjeraðinu og yrði þá lánveitingin að gróðalind fyrir rikissjóðinn, jafnframt sem það er hjeraðinu vil við- reisnar og bóta, og er þá hvortveggju náð, sem hafa á fyrir augum þegar um lán eða styrk úr ríkissjði til verklegra framkvæmda er að ræða. ./ó/i E. Bergsveinssón. Frá Eyrarbakka. Hin nýju innsiglingarljós Inn Bússusund eru merki: Vestrí Varða: 1 rautt ljós á tré, sem stendur upp úr steinvörðu og sundmerkið bakvið: stórt mastur með þrihyrning efst og á því er eitt rautt ljós. Þetta á að bera saman er Bússusund er farið og sjást um 6 kvm. til sjós (50 kerta rafmagnsperur). Eystri merkin eru tvö möstur með þrí- hyrningum og rautt ljós á hvoru, þegar þau bera saman, er beygt austur á við og þeim haldið saman austur á eystri höfn- ina, (samskonar ljós og Bússumerkin). Þegar farið er austur úr Einarshafnarós austur á innri höfnina, þá eiga tveir staurar með grænum ljósum að bera saman og þau merki haldast saman þar til á innri höfnina er komið. Vestan og austan við Einarshafnarós innanverðan á klöppum eru steyptar 2 vörður til aðvörunar, að bátar lendi ekki á klöppunum. Á eystri vfirðunní, sem á að bera í stóra mastrið, (sem áður er getið við Bússu- merkin) þegar Einarshafnarsund er farið, er ekkert ljós, þar sem það er sjaldan far- ið af mótorbátum, af þeim ástæðum, aö það er grynnra en Bússa. Þessi ofangreindu ljós, sem öll eru rafmagnsljós, loga þegar bátar frá Eyrarbakka eru á sjó, annars ekki.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.