Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1923, Qupperneq 5

Ægir - 01.03.1923, Qupperneq 5
ÆGIR 27 á styrk þann, sem björgunarskipið »Þór« í Vestmannaeyjum fjekk, kr. 30000, og svo einhver ótiltekin upphæð af óvissum útgjöldum, sem stjórnin mátti taka, til að greiða með kostnað þann, sem lögreglu- eftirlit, þegar nauðsyn bæri til, við eftirlit með fiskiveiðum í landhelgi kostaði. Þaö, að ekki skuli vera tekin upp í fjárlögin ákveðin uphæð til landhelgisvarna, sýnir betur en nokkuð annað, hvað lítil alvara hefir verið í þessu máli í raun og veru, hjá þingi og stjórn og hvað lítið tillit er tekið til vilja sjávarútvegsmanna, þegar um er að ræða málefni, sem þeim aðallega er sjerstakt áhugamál, en það verður að teljr að gæsla landhelgis sje. Með brjefi dags. 27. júní s. 1., fór stjórn Fiskifjelagsins fram á það, við hæstv. landsstjórnina, að landhelgisgæslu yrði hagað samkvæmt þvi, sem síðasta Fiski- þing hefði óskað eftir og lýst er í skýrslu þingsins, og auk þess að björgunarskipið »I*ór«. yrði látið vera við Norðurland yfir síldarveiðitimann til landhelgisgæslu þar. Ástæður til þess, að stjórnarráðinu var sjerstaklega skrifað um þetta, að þessu sinni, voru þær, að Fiskifjelagsstjórninni hafði borist fjöldi áskorana, bæði brjeflega og símleiðis, um að landhelgiseftirlitið væri aukið. Jeg átti jafnframt tal um málið við hæstv. ráðherrana, bæði forsætisráðherra og atvinnumálaráðherra og skýrði forsætis- ráðherra mjer frá, að stjórninni hefði bor- ist tilboð um bát til landhelgisgæslu í Faxaflóa og beiddist umsagnar Fiskifjelags- ins um, hvort ráðlegt væri aö taka tilboði því, sem fyrir var, en þar sem forsætis- ráðherra var þá á förum til útlanda, varð ekki frekar gert í málinu af Fiskifjelagsins hendi, enda sá það aldrei tilboðið. Mjer virðist fyrsta spurningin í máli þessu vera sú, hvað mikilli fjárhæð lands- stjórnin vildi eða teldi sjer leyfilegt að eyða til landhelgisgæslu á árinu, og svo þar næst að finna þá leið eða það fyrirkomu- lag, sem gæslan kæmi að sem bestum notum fyrir þá upphæð. En eins og skiljanlegt er, var erfiít fyrir landstjórnina að ákveða sig með það, þar sam fjárlögin heimiluðu enga sjerstaka upphæð til þess beinlinis, eins og áður er að vikið. Endirinn varð sá, að aðeins einn mótorbátur var látinn annast landhelgis gæslu við Norðurland yfir sildveiðitímann auk björgunarskipsins »Þór« og svo var gæsla hjer í Faxaflóa styrkt aö einhverju leyti með fjárframlagi. Hvað mikið það er veit jeg ekki. Af fjárlagafrumvarpi þvi, sem ríkisstjórn- in hefir lagt fyrir Alþingi það er nú situr, má sjá, að engin breyting hefir orðið á þessu máli frá stjórnarinnar hendi, nema sú, að draga úr styrknum til björgunar skipsins wÞóra. Af því er augljósl, að lands- stjórnin telur landhelgisgæsluna kostaða af íslenska ríkinu ekki neitt sjerlega knýjandi nauðsynjamál, eða ekki svo knýjandi, að ekki megi án hennar vera. Það væri óskandi, að núverandi Alþingi vildi breyta um stefnu í þessu máli og ákveða vissa upphæð í fjárlögunum til landhelgisgæslunnar; það hefir valdið og fjáráðin til þess. Það hefir lítið að segja vilji Fiskifjelags- ins og sjávarútvegsmanna eða tiilögur Fiski- þingsins í þessu máli, ef þing og stjórn vantar viljann til þess að skifta sjer svo af málinu, að af framkvæmdum geti orðið. Jón E. Bergsveinsson. Frcmvarp alþingismanns Jóns Baldvins- sonar um einkasölu á síld og sallfiski, var felt á Alþingi umræðulítið.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.