Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1923, Blaðsíða 10

Ægir - 01.03.1923, Blaðsíða 10
32 ÆGIH I nóvember samþykti deildin á Seyðis- firði að stofna til og halda sjómannanám- skeið, og gekkst jeg fyrir því og hafði á hendi umsjón þess. Námskeiðin urðu tvö, námskeið í sjómannafræði og verklegt námskeið fyrir sjómenn. Skýrslur um þessi námskeið eru þegar komnar til Fiskifélags- ins, er veitti deildinni alis kr. 1110,00 styrk til beggja námskeiðanna. Á fundi er eg hélt í Fáskrúðsfjarðardeild og Seyðisfjarðardeild snemma í desember, skýrði eg frá gerðum síðasta Fiskiþings hvatti sjómenn til samheldni og félags- skapar, og skýrði fyrir þeim tilgang og nauðsyn á starfsemi Fiskifélagsins. Hetta hefi eg gert við stjórnendur allra deilda í mínu umdæmi, og alsstaðar þar sem eg hitti sjómann eða útgerðarmann til viðtals um sjávarútvegsmál. Skýrsla erindrekans í Vestfirðingafjórðungi frá 1. júlí til 31. des. 1922. Þegar eg sendi skýrslu mina frá Vs—V7 þ. á. hafði eg farið um fjórðungssvæðið frá Breiðuvík í Rauðasandshreppi, að Látrum í Aðalvík, og komið í öll kaup- tún og sjávarþorp á þeirri leið og nokkra staði aðra, eins og skýrslan ber með sér. 1 Vestfirðingafjórðungi eru ekki teljandi veiðistöðvar utan þess svæðis. Einna helst þeirra er Gjögur í Strandasýslu. Róðrar eru og stundaðir frá Hornvík og víðar, svo er og þilskipaútvegur nokkur í Flatey á Breiðafirði. Hinn 2. ágúst tók eg mér ferð á hend- ur norður á Gjögur í því skyni að athuga aðstöðu og ásigkomulag þeirrar veiðistöðv- ar. Gjögur er ein af elstu veiðistöðvum landsins, og þorskveiðar og einkum há- karlaveiðar hafa verið stundaðar þaðan frá ómunatíð. Þangað sóttu menn til sjó- róðra úr mestum hluta Strandasýslu, suð- urhluta Barðastrandarsýslu og miklu víð- ar að, langa lengi. Standa þar ennþá margar verbúðatóttir frá þeim timum. Nú stunda þaðan sjó nær eingöngu heimilisfastir menn. Gengu þaðan í sumar eitthvað 12 litlir árabátar með tveimur, þremur og mest fjórum mönnum, og tveir vélbátar, annar eign Karls kaupm. Jensens á Reykjarfirði en hinn Sig. Sveinssonar og Lofts Guð- mundssonar frá ísafirði. Hákarlaveiðar hafa ávalt verið mikið stundaðar úr Árneshreppi yfir höfuð, og var Guðm. kaupfélagsstj. og bóndi Pjet- ursson í Ófeigsfirði, alkunnur sægarpur, lengi atfæramesti maðurinn á þvi svæði. Síðastl. vetur gengu 2 vélbátar til há- karlaveiða, »Hekla«, nær 30 lesta þilju- bátur, eign þeirra Finnbogastaðabræðra, og »Andey« eign Karl Jensens á Reykjar- firði. Varð afli þeirra í besta lagi. Afla- fengurinn er og í meira verði nú en áður, vegna þess aö hákarlinn sjálfur er í hærra verði hlutfallslega en nokkuru sinni áður og er nú seldur háu verði, bæði í kaup- staði og í nærliggjandi sveitir. Hákarla- veiðar hefjast þarna að jafnaði laust eftir miðjan vetur og eru stundaðar fram að sumarmálum. Eg náði flestum sjómönnum í Gjögri saman á fund og skýrði fyrir þeim fyrir- ætlanir og starfssvið Fiskifélagsins. Gjögr- arar stofnuðu fiskideild fyrir 6 árum, og var formaður hennar Jakob Thorarensen vitavörður og eigandi jarðarinnar Gjögurs. Deildarmenn höfðu aurað saman nokkur- um sjóði, og vörðu honnm að mestu til

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.