Ægir - 01.03.1923, Side 14
36
ÆGIR
3. Straadgæslan sé alt í kringum landið
nógu trygg og ströng, þó stórfé mundi
kosta, er að okkar áliti stærsta
verndunarskilyrðið fyrir framtið sjáf-
varútvegsins, hvar sem kringum landið
er.
4. Best er að sem flestir menn úr sjó-
mannastéttinni sjálfri komist i opin-
ber afskifti stéttarinnar í málum
hennar, bæði á alþingi og annarstaðar.
Eyrarbakka 15. mars 1923.
Guðm. ísleifsson, Bjarni Eggertsson,
formaður, ritari.
Bjarni Sæmundsson,
yíirkennari
heflr nú sótt um að verða leystur frá em-
bælti sinu við Mentaskólann, þegar á næsta
ári, með óbreyttum launum og rannsókn-
arstyrk eftir reikningi, til þess að geta
framvegis gefið sig óskiftan við flskirann-
sóknum, og ritstörfum í þágu fiskiveið-
anna, þar eð hann ekki treystir sér lengur
til að gefa sig við hvorutveggja, sem varla
er von, þar sem hann hefir nú unnið að
kenslu og fiskirannsóknum í 26—28 ár.
Má telja það gleðilegt, að hann kýs held-
ur að halda rannsókna- og leiðbeininga-
starfi sínu áfram, þvi að varla mega fiski-
menn vorir, fremur en stéttarbræður þeirra
í öðrum löndum, fara á mis við alla
fræðslu um hina sívaxandi þekkingu, er
rannsóknir nútfmans afla mönnum á lífs-
háttum þeirra fiska, sem atvinna þeirra
og velferð byggist á, en hætti Bjarni þessu
starfi sínu, er enginn annar hér á landi,
sem getur nú tekið við þvf. Væntum vér
þess, að Alþingi meti svo þarfir fiskimanna
vorra og starf Bjarna, að það geri honum
fært að gefa sig allan við því framvegis og
þar með sé trygð framtíð íslenskra fiski-
rannsókna, enda eru launakröfur hans eigi
hærri en það, að þær samsvara árstekjum
yfirvélstjóra á togara og styrkur sá sem
hann hefir notið, lengstum verið mjög af
skornum skamti.
Hvað lieiit* áunsúst?
Vér spurðum nýlega B. Sæm. út af ofan-
umgetinni umsókn, hvað fiskirannsóknir
hans og annara hér i sjó og vötnum
siðustu 25—30 ár hefir helst Ieitt í Ijós,
og áður var ókunnugt, og gaf hann þessi
svör:
1. Fyrir 20 árum höfðu menn enga ljósa
hugmynd um, á hve löngu svæði
þorskurinn gyti hér við land, það var
jafnvel sagt á prenti, að það væri að
eins inst á sunnanverðum Faxaflóa
(og það var naumast að menn hefðu
hugmynd um, að hann eða aðrir fisk-
ar klektust við yfirborð sjávar), nú
vita menn að hann gýtur á öllu svæð-
inu frá Lónsvík að ísafj.djúpi, alt út
á 70—80 faðma dýpi.
2. Sama þekkingarleysið átti sér stað um
aðra fiska, en nú vita menn, að ýsa,
ufsi, lýsa, langa, keila, heilagfiski og
flestir kolar og sumt af síldinni haga
sér í þessu tilliti líkt og þorskurinn,
hrygna í hlýja sjónum og klekjast við
yfirborð, lúðan þó aðeins mjög djúpt
úti fyrir S. og Sv.-ströndinni.
3. Fyrir 30 árum vissu menn lftið um
hvar fiskaseiðin halda sig yfirleitt
fyrstu mánuði æfi sinnar, nú vita
menn að flest þeirra lifa þó við yfir-
borð sjávar og berast með straumum
vfðsvegar með ströndum landsins inn
í firði og víkur, oft langtg frá gotstöðv-
unum og vaxa þar svo upp, einnig þau