Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1923, Blaðsíða 12

Ægir - 01.03.1923, Blaðsíða 12
34 ÆGIR ar. Karl Jensen sömuleiðis að einhverju litlu leyti. Eðlilegast virðist, að Verzlunarfélag Norðurfjarðar keypti allan fisk þarna, og Gjögrar væri í því félagi. En ég tel því miður eigi sennilegt, að það hafi bolmagn til þess fyrst um sinn. Heppilegast virðist því, að Gjögrarar gengju í félag og biðu fisk sinn út i einu lagi, t. d. fiskkaup- mönnum á ísafirði, og reyndu á þann hátt að sæta sem hæstu verði. Það er spor í áttina sil aukinna samtaka. Að siðustu skal svo bent á einn ann- marka, sem úr þyrfti að bæta, og það er símaleysið. Margsinnis hefir verið skorað á þing og stjórn að láta leggja sima til Reykjarfjarðar og áskorun um það var áréttuð á siðasta Fiskiþingi. Loftskeyta- stöð var starfrækt i Árnesi um tíma í fyrra sumar og kom víst að nokkuru gagni. En annars er sjálfsagt þegar sim- inn verður lagður norður — sem allar lfkur eru til að verði á næstkomandi .sumri að setja stöð á Gjögur, hvort sem heppilegra verður talið að leggja sæsíma frá Kúvikum og þangað yfir, eða ef síma- álma verður lögð alla leið norður í Norð- urfjörð eða Ingólfsfjörð, að leggja álmu frá Árnesi og út á Gjögur, sem er stutt og greið leið. Heyrt hefi eg því fleygt, að í ráði sé að leggja simann eigi lengra en að Kjós eða Djúpuvikur-síldarstöðinni, þori eg fyrst og fremst að fullyrða að símastöð þar er mjög illa í sveit sett tyrir Árnes- hrepp yfir höfuð. En sjómönnum sem veiðar stunda á Húnaflóa — og þeir munu áreiðanlega verða drjúgir notendnr simans — stendur eigi á sama hvort þeir þurfa að krækja inn á Kúvikurnes — að og eigi tali um, ef fara þyrfti alla leið til Djúpuvíkur — eða stinga við stafni á Gjögri ef þeir þurfa að nota sima. Læt eg svo úttalað um Gjögur. „Framtíðin“ á Eyrarbakka. Hinn 12. marzm. 1923, var aðalfundur Fiskifélagsdeildarinnar »Framtíðin« á Eyr- bakka haldinn í húsinu Fjölni, og hófst kl. 7 e. m. Fundarstjóri var kosinn Einar Jónsson og Sigurður Guðmundsson skrifari. 1. Fundargjörð siðasta aðalfundar var lesin upp og samþykt. 2. Bjarni Eggertsson skýrði frá helstu störfum félagsstjórnarinnar á umliðnu ári. 3. Endurskoðaðir reikningar deildarinnar lesnir upp og samþyktir. 4. Þá fór fram stjórnarkosning og hlutu þessir kosningu: í stjórn Guðm. ísleifsson óðalsbóndi Stóru-Háeyri. Bjarni Eggertsson hreppsnefndaroddv. Sigurjón Jónsson fiskimatsmaður. í varastjórn Sigurður Guðmundsson, sparisjóðsm. Einar Jónsson bilstjóri. Guðfinnur Þórinsson formaður. Endurskoðendur voru endurkosn. þeir. Jón Einarsson hreppstjóri og Þorkell Þorkellsson. 5. Tillaga frá stjórninni um að hækka ársgjald félagsdeildarinnar upp i kr. 1,50, samþ. með öllum greiddum atkv. 6. Þá hóf Bjarni Eggertsson umræðu um hag og fiamtíð deildarinnar, og komst að þeirri niðurstöðu að áhuginn væri að dofna og félagsmönnum að fækka, en svo mætti þetta ekki til ganga og yrði mönnum að skiljast hin afar mikla þýðing slíks félagsskapar fyrir fiskimenn. Guðm. Jónsson tók í sama streng og hvatti menn til samtaka. Einar Jónsson vildi láta stjórnina halda almennan útbreiðslufund, eða hún vekti eftirtekt almennings á henni á opinberum hreppsfundi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.