Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1923, Blaðsíða 13

Ægir - 01.03.1923, Blaðsíða 13
ÆGIR 35 í þessu sambandi voru allir mótor- báta-formenn, sem á fundinum voru, 10 að tölu, beðnir að hvetja háseta sína til þess aö gjörast meðlimir fé- lagsins. 7. Aflaskýrslur. — Um þær urðu tölu- verðar umræður. Las Bjarni Eggertss. kafla úr bréfi forseta Fiskifélags ís- lands, þar sem hann brýnir fyrir mönnum nauðsyn á söfnum slíkra skýrslna. Voru menn á einu máli með það, og samþyktu þessa tillögu: Fundurinn samþykkir að formenn gefi áreiðanlegar aflaskýrslur i lok hvers mánaðar, og sendi stjórn deild- arinnar. 8. Afurða sala. Sig. Guðmundsson vildi koma því skipulagi á hana, að einn maður befði hana á hendi, að öllu leyti fyrir alla bátana. Bjarni Eggerts- son var hugmyndinni hlyntur, en Kristján Guðmundsson siður. Eugin ályktun tekin. 9. Bryggjumálið var rætt á víð og dreif án þess að nýjar upplýsingar kæmu fram. 10. Rá var lesið upp rækilegt bréf frá foiseta Fiskifélags lslands herra Jóni Bergsveinssyni. Útaf efni þess voru eftirfarandi tillögur samþyktar i einu hljóði. a. Fundurinn samþ. að skora á al- þingi að það veiti Fiskifélagi ís- lands jafn háan styrk og Búnað- arfélagi íslands. b. Fundurinn skorar á Fiskifélag ís- lands að hlutast til um það, að vörur þær, sem aðallega eru not- aðar til fiskiveiða, svo sem salt, olia og kol, séu ekki gerðar að sérstökum tekjustofni fyrir ríkis- sjóð. 11. Hafnarmál. Frá stjórn deildarinnar kom tillaga: Fundurinn skorar á Fiskifélag íslands að gera alt sem i þess valdi stendur, til þess að hrinda í framkvæmd hafn- argjörð austanfjalls, sem fundurinn á- lítur eitlhvert stærsta framfaramál alls landsins. — Var tillagan samþykt. með samhljóða atkvæðum. 12. Að lokum var samþykt með öllum atkv. þakklæti til stjórnar Fiskifél. ís- lands fyrir ágæta samvinnu á liðnu ári. Stjórn deildarinnar hefir sín á milli rætt ýms sjómannamál, fram og aftur, og skal hér skýrt frá skoðun hennar á nokkrum málum, sem ekki voru tekin til umræðu á aðalfundi deildarinnar 12. þ. m. 1. Fjórðungsþing. Ætlun okkar er sú, að fjórðungsþingin nái ekki fyrirhuguðum tilgangi, og álítum að í stað þeirra — ef þau væru lögð niður — hefði Fiski- félagið i þjónustu sinni sem allara fjöl- hæfastan starfsmann á sjómannasvið- inu, jafnan til taks, ef deildir óskuðu leiðbeiningar hans og ráða, og myndi sá maður með eigin sjón og kynn- ingu, vinna félagsskapnum og eiu- stökum deildum miklu meira gagn, en fulltrúar fjórðunganna vinna nú. Mundu þá jafnvel Fiskiþingsmenn geta, með breyttum lögum fengist úr deildunum eftir félagatölu t. d. 1. þingm. fyrir hverja 100 meðlimi. 2. Vélskóla álítur sljórnin nauðsynlegan, en með því skilyrði, að honum væri þá skift niður í fleiri deildir, þann- ig að engin þyrfti lengur að dvelja þar, eða kosta til framyfir það, sem þörf krefði, alt eftir þvf hvaða vél nemandi hyggðist að starfrækja. Annars má með góðum árangri láta námskeið með góðum kennurum full- kornlega nægja um kenslu á smábáta mótora upp að 12 tonna. Sú er reynsla okkar Eyrbekkinga.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.