Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1923, Blaðsíða 7

Ægir - 01.03.1923, Blaðsíða 7
29 ÆGIR Samkv. Samkv. fengnum Mis- tollreikn.: skýrslum: munur: kg. kg. kg. Saltfiskur og verk. fiskur 22250900 19426676 2824224 Síld ....... 23576450 3983110 19593340 Hrogn .... 297240 226307 70933 Fiskguano. . 1782800 201400 1581400 Þorskalýsi. . 1690290 1286897 403393 Hvallýsi . . . 264810 324 264486 Af þessu er augljóst, að það er 38, 3°/o sem aflinn er talinn minni samkv. gefnum skýrslum, en það, sem tollreikningar sýna að greitt hefir verið útflutningsgjald af, og efast vist enginn um hvort mun rjettara. En þess utan vanta algerlega skýrslur um allan fisk sem neytt hefir verið hjer á landi. Mjer er ekki Ijóst hvort breyting hefir orð- ið á þessu til batnaðar síðan 1914, en jeg efa það samt, þvi í aflaskýrslunum trá 1918 stendur, að síldarafli hafi það árið verið 71300 hectolitrar eða 6,141 miljón kg. En í verslunarskýrslu er hann taliun 1388005 kg. verðið reiknað eftir því, og verður þá útkoman sú, að sildaraflinn hafi verið 1118385,00 króna virði það ár. Með samanburði á þessum skýrslum 1918 liggur næst að álykta, að ekki hafi verið flutt út úr landinu nema rúm 1 million kg., af þeim 6,1 million kg. sem samkvæmt aflaskýrslum er talið að hafa aflast 1918. En það eru til önnur gögn, sem telja má ef til vill eins áreiðanleg í þessu efni, og það eru reikniugar útflutn- ingsnefndar, sem þá hafði með söluna að gera. Af þeim er eflaust hægt að fá full- komnar sannanir í þessu máli, en þeir reikningar eru, að því er mjer hefir skil- tst, ekki openber skjöl fyrir almenning og verður þvi ekki vitnað til þeirra hjer, heldur verð jeg að treysta á minni mitt í þessu efni, en mig minnnir að af norður- landi hafl verið búið að flytja út um 40000 tunnur fyrir áramótin 1918—19 eða um 4 million kg. Auk þess er allur síldarafli sem fjekkst á árinu og notaður var til matar, beitu og áburðar hjer á landi, sem mun vera fult eins mikill og talinn er útfluttur á árinu 1918. Jeg læt mjer þetta nægja til þess að benda á, að skýrslusöfnun hjer hjá oss hvað viðvíkur fiskafla og verslun með fiskframleiðsluvörur, er í mesta máta ófull- komin, og Iitið á skýrslum að græða í »praktiska« lífinu, fyrir þá er vilja og þurfa að notfæra sjer þær og kemur þetta að sjálfsögðu harðast niður á þeim, sem atvinnu reka, fyrst þeim er söluna hafa á hendi, og svo framleiðendum. Jeg vil taka það fram, að jeg er hjer ekki að áfella Hagstofuna fyrir það, hvað skýrslurnar eru ófullkomnar, mjer liggur næst að segja villandi, því hún getur auð- vitað ekki farið eftir öðru en skýrslum þeim, er henui berast i hendur. Sem dæmi þess, hvaða áhrif það getur haft, að ekki skuli vera til nein áreiðanleg skýrsla um fiskafla íslendinga, má geta þess, að eitt blaðbæjarins flutti þær fregnir i fyrra vor, að afli Vestmanneyinga væri orðinn 600U0 skippund. Fjórum dögum síðar er þessi frjett komin til Spánar, og varð þess valdandi, að sala á tveim förm- um af fiski, sem þá var verið að semja um, fór út um þúfur, samkvæmt umsögn þess aðilans sem að sölunni vann, og kom hann nokkru síðar á skrifstofu Fiskifje- fjelagsins með umkvörtun um, að fjelagið gerði of lítið til þess að svona missagnir kæmust ekki út og spiltu fyrir fisksölunni. Ef þetta er rjett, að sala á tveim skipsförm- um hafi strandað á því, að rangar írjettir hafi borist frá íslandi er sögðu aflann meiri en helmingi meiri, en hann var í raun og veru, og ef gert er ráð fyrir að þessir 2 skipsfarmar hafi verið um 8000 skpd., og að verðið sem um var talað, hafi svarað

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.