Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1923, Blaðsíða 15

Ægir - 01.03.1923, Blaðsíða 15
ÆGIR 37 sem klakin eru viö botninn (t. d. sildarseiðin). 4. Fyrir 15 árum vissu menn ekkert um aldur og þroskaskeið nytjafiskanna fremur en annara fiska, nú vita menn þetta um þorsk, ýsu, lýsu, síld, heilag- fiski, sandkola, lax og nokkurnveginn um urriða og bleikju í Mývatni og Ringvallavatni. 5. Menn vissu ekkert hvenær og hvar állinn gyti, nú vita menn að hann gýtur á vorin langt suður og vestur í Atlantshafi, á stóru svæði S. A. af Bermúdaeyjum, á 4—5 þús. m. dýpi, um 100 m. undir yfirborði og að seið- in eru 3 ár að berast til íslands og annara Evrópustranda, þangað til þau taka á sig álslögunina og ganga i vötn. 6. Aldurshæðina vita menn lítið enn þá, um, en þorskur sá, sem veiddur er, er tíðast 2—12 vetra, ýsan eins, lýsan 3—8, sildin 3—12, lúðan 3—20, kol- inn 4—15 vetra, laxinn 4—6 vetra og fer tíðast 3—4 vetra gamall í sjó í fyrsta sinn. 7. Menn vita nú, að hér eru tvö síldar- kyn, annað vor- og hitt sumargjót- andi. 8. Um göngur fiska, dvalarstaði, upp- vaxtarárin, fæðu o. fl., hefir margt kornið í 1 jós, sem of langt yrði upp að telja hér. 9. Um 1890 þektu menn aðeins 70 fiska- tegundir hér við land, nú þekkjast 125 og sumar hinar nýju góðir mat- fiskár, eða mikilsverð fæða fyrir nytja- fiska (t. d. spærlingur). Af þessu má sjá, að eigi hefir svo lítið áunnist, þegar á alt er litið, og verði rann- sóknirnar reknar með ekki minni atorku næstu 25 árin, er eigi ólíklegt að margt komi nýlt i ljós, sem nú er óþekt. Frá Sandi. Síðastliðið sumar réðist hreppurinn í að byggja brimbrjót í Krossanesi, sem liggur vestanvert við kauptúnið. Verkinu var haldið áfram til miðs nóvember, var þá húið að steypa 45 metra langan garð og hlaða grjótgarð 30 metra langan, samtals 75 metra. í grjótgarðinum eru bjálkagrind- ur, þiljaðar með borðum og plönkum og grjótinu hlaðið þar innan í. Verkið hefir kostað kringum 23000 krónur, þar af veitti alþingi í síðustu fjárlögum 5000 kr. styrk, hitt hefir hrepp- urinn lagt fram enn sem komið er. Garðurinn er ekki fullgerður enn, matið var mest að byrja fremst á garðinum til að fá skjól fyrir verstu áttinni, sem er norðanátt. Þannig hagar til að lág sker liggja umhverfis vikina og er garðurinn bygður eftir þeim. Þau fara smáhækkandi eftir því sem nær dregur flæöarmáli og er nú eítir að byggja á þau ofanverð. Til þess að fá garðinn alla leið, hefir verið áætlað að kostaði 7000 kr. í viðbót við það sem búið er að vinna. Þrátt fyrir það að verkinu er ekki lokið, má þó segja með nokkurnveginn vissu um árangur þess. í haust hafa komið 2—3 sinnum stórbrim af norðvestri og Iægið fyrir innan garðinn reynst ágætlega. 5 vélabátar hafa legið þar og engin skemd orðið á neinum þeirra. Hvað traustleika garðsins viðvíkur, þá haía ekki neinar skemdir orðið á honum, að visu getur komið meiri sjógangur en enn hefir orðið, þó eru menn óttalausir fyrir því að það geti orðið að sök. Áætlað er að á víkinni geti legið 20—30 vélabátar og óefað gæti sú tala hækkað með frekari umbótum á henni, sem þó mundi ekki kosta mikið fé. Sjóleiðin inni víkina er talin fær meðan

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.