Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1923, Blaðsíða 19

Ægir - 01.03.1923, Blaðsíða 19
ÆGIR 41 enga tilkynningu frá Englandi, hvernig eða hvenær sendingin hefði farið þaðan. Hann hefði margspurt eftir sendingunni á þeim afgreiðslustöðum í Rio, sem honum hefði verið kunnugt um, en árangurslaust. Jeg simaði þvi 13. nóv. fyrirspurn til Leith, hvenær og hvernig hinar ýmsu sýnishornasendingar hefðu farið þaðan, og fjekk það svar, að Rio-sýnishornin hefðu farið með s/s »Swin- burne« frá Glasgow 14. okt., en Buenos Aires og Montevideo sýnishornin með s/s »Hesperia« frá Glasgow 30. sept. Um seinni sendingarnar, sem fara áttu með »Gullfossi« frá Reykjavík 12. okt., vissi Ellingsen ekkert. »Swinburne« kom til Rio 14. nóv. Móttakandinn fjekk enga tilkynningu um sendinguna frá af- greiðslunni í Rio, og það var því fyrst eftir að svarið frá Leith kom, að hægt var að finna hana. Eftir þjark við tollyfirvöldin út af þvi, að pappírarnir eðli- lega ekki voru útbúnir eins og brasilísk lög mæla fyrir, fjekkst þó sendingin fjrrir milligöngu danska sendiherrans, og af því að íslenska stjórnin stóð sem sendandinn, loks útlátin 21. nóv. Af því það var töluverðum vandkvæðum og kostnaði bundið að fá sjerstakt pláss fyrir þessi sýnishorn á heimssýningunni, og sýningin þess utan fásóttari en búist var við, þá kaus jeg heldur að taka gott pláss, sem jeg átti kost á í miðbænum, og þar hafði jeg þær til sýnis frá 22.-27. nóv., 4 tíma á dag. Áður hafði jeg sent út umburðarbrjef á portúgölsku til 25 helstu fisk- kaupmanna í borginni um íslenska íiskinn og yfirburði hans yfir annan fisk etc., og fylgdi þessu erindi portúgölsk þýðing af matslögunum og Is- landspjesinn. Ásigkomulag. — Þegar sýnishornin voru tekin upp voru liðnar tæpar 12 vikur frá því að þau fóru að heiman, og af þeim tíma höfðu þau verið um 5 vikur í alt að 25—30 gr. C. loft- og sjávarhita. Fiskurinn hafði ekki tapað neinu í útliti, en hann var linur (likt á- stand sem 6/« þuri’) og þó nokkuð af honum var soðið á roðið. Var það að- allega sá fiskur, sem var í blikkumbúðum innan undir, og sjerstaklega sá, sem næstur var blikkinu (þ. e. a. s. efst og neðst). Mest bar á þessu í kassa nr. 3 (sumar skútufiskur), þynsta kassanum með blikkumbúðum í. Þar var hver fiskur soðinn. í miðjum stærri kössunum með blikkumbúðum og í trje- kössunum án blikkumbúða var ekkert og sumpart mjög lítið soðið. Blikkið, sem þess utan var altof þykt, og mikið þykkra en jeg hafði gert ráð fyrir, hefir haldið meiri hita að fiskinum og vafalaust átt mikinn þátt í því, hve tiltölulega mikið var soðið. Þess utan var kveikingin slæm. Einstaka fiskur var farinn að skemmast, þ. e. a. s. fá maur í sig. En það var aðallega m\ 3 fiskux-, sem sýnilega hafði verið ver þrifinn og þvi móttækilegri fyrir skemdum. Jeg tók allan fiskinn og breiddi hann upp. Daginn eftir var hann orðiun töluvert stinnari bara af því að liggja i frísku lofti, þó heitt væri, og 2 dögum eftir var hann alveg búinn að ná sjer. Og þá bar auðvitað ekki eins mikið á »soð- inu« og engir fiskkaupmenn tóku eftir því. Enda virtist mjer þekking þeirra á fiski vera mjög takmörkuð. Aðaláhersluna virtust þeir leggja á, að fiskui'iun væri vel harður, vegna geymslunnar, en þeir ljetu þó í Ijósi, að þessi sýnis- horn væru mjög falleg, enda bar þessi fiskur sem gull af kopar af þeim

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.