Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1923, Blaðsíða 4

Ægir - 01.03.1923, Blaðsíða 4
26 ÆGRIR Reykjavíkur kom, lagðist hann inn á Landa- kotsspítala og dó þar eftir uppskurð 6. júní s. 1. og í sama mán. var lík hans flutt til Grundarfjarðar, og hvilir hann þar ásamt móður sinni — í Setbergs-kirkju- garði. Sig. sál. var kvæntur Ingibjörgu Pétursdóttir frá Ólafsvík, meslu myndar og dugnaðarkonu, þeim varð 7 barna auðið, (1 dáið). Rau voru 2^/i ár í Ólafs- vik 9 ár í Fróðárhreppi og 3 í Bár i Grundarfirði, sem var eignarjörð þeirra. Með dauða Sig. sál. hefir íslenska sjó- mannastéttin mist einn sinn duglegasta og besta skipstjóra, en að sjálfsögðu verður skaðinn og söknuðurinn mestur og sár- astur hjá ekkju, börnum, föður og syst- kinuin hans, sem eiga þar á bak að sjá blíðum og umhyggjusömum förunaut, og í nafni þeirra vil eg flytja þér, tryggi vinur, okkar innilegasta þakklæti fyrir allar þær gleði og ánægjuslundir sem þú veittir okkur, og þótt þú sért nú horfinn sjónum vorum, vonum vér gleðilegra samfunda á landi ódauðleikans, þar sem að þú hefir meðtekið trúrra þjóna verðlaun. Hafðu svo þökk fyrir vel unnið æfistarf, því orðstýr deyr aldrei hver sér góðan getur. /. G. Landhelgisgæslan. Úr umræðu á aðalfundi Fiskifje- lags Isands 19. febr. 1923. Landhelgisgæslan hefir sem eðlilegt er, verið það málefni, sem alt af hafa verið óskiftar skoðanir um í Fiskifjelagi íslands, bæði hjer í Reykjavík og eins í deildum þess úti um landið. Auk þess má telja, að allir sem sjó slunda í sjávarþorpum, hafi verið á sama rnáli sem sjá má af þing- málafundum þeim, þar sem það hefir komið til umræðu á, sem sje að hafa land- helgisvörn sem besta, Á öllum Fiskiþingum, sem haldin hafa verið, hefir verið samþykt áskorun til þings og sljórnar, þess efnis, að auka og bæla landhelgisgæsluna. Á Alþiugi hafa einnig heyrst háværar raddir um, að landhelgis- vörnin sje ekki, og hafi ekki verið, við- undi. En þar hefir aðallega veriö talað um eftirlit það, sem haldið hefir verið uppi af dönsku slrandvarnaskipunum. En jeg vil álíta, að áskorun Fiskiþingsins og sjávarúlvegsmanna í þessum efnum, hafi ekki verið bundin neinum sjerstökum skil- yrðum, að þessu leyti, lieldur hafi það beinlínis verið tilætlun, að Alþingi veitti stjórninni lieimild til þess betra ettirlit yrði en verið hefir og að nota fje til þess að kosta það inun betra. Það er vitanlegt, að árlega hafa smá- upphæðir verið notaðar úr rikisjóði til landhelgiseftirlits, en það virðist ekki hafa verið nein sjerstök alvara þings og stjórnar i því máli, því engin sjerstök upphæð er í fjárlögunum, sett beinlínis til landhelgis- eftirlits. Á síðasta Fiskiþingi, var samið nefndar- álit í landhelgismálinu, er vonast var eftir að Alþingi gæti notað sem grundvallarlínur á fyrirkomulaginu við strandgæslu næstu árin. Far er farið fram á, að leigðir verði mótorbátar til eítirlits yfir mjög stuttan tima, meðan aðalvertiðar standa sem hæst á hinum ýmsu veiðistöðum. Kostnaður við slíkt eftirlit er áætlaður mjög lítill, kr. 65000,00, og gat Fiskiþingið ekki látið sjer detta í hug, minni upphæð yrði tekin upp á fjáraukalög fyrir árið 1922 en þetta, og vonaðist eftir, að næsta ár, þ. e. 1923, yrði upphæðin stærri. En Alþingi veitti landsstjórninni enga sjerstaka heimild til þess að verja fje úr ríkissjóði til landhelgisgæslu, nema ef telja

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.