Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1923, Blaðsíða 16

Ægir - 01.03.1923, Blaðsíða 16
38 ÆGIR útsjór er fær. Lendiugin í Krossanesi hefir altaf verið þrautalending þegar lending- arnar á Sandi og í Keflavík hafa verið orðnar ófærar. Alt af við og við hafa menn fengið sér vélabáta hér í veiðistöðum kringum Jökul síðan sá útvegur byrjaði hér á landi en hefir hætt aftur; orsökin til þess hefir verið, að hvergi hefir verið hægt að leggja þeim þegar að landi hefir komið nema eiga þá í sífeldri hættu, nú er þeim steini rutt úr vegi, og hyggja menn yfirleitt gott til að hafa hér örugt lægi fyrir báta sína, og geta nú betur en áður, notað hin auð- ugu fiskimið í kringum Snæfellsjökul, þvi að vélbátastöð mun hvergi vestanlands betur í sveit komið en hér, þar sem jafn- stutt er að sækja á fiskimiðin hvort held- ur f Jökuldjúp eða norður eða austur í Breiðubugt. Eins og gefur að skilja, verður fyrir- tæki þetta fyrst um sinn þungur baggi á hreppsfélaginu og kemst ekki af með þann styrk sem fenginn er. Mætti því vænta að alþingi gerði sitt besta til að styrkja það, með þvi líka að öll fyrirtæki sem miða að aukinni framleiðslu landsins hljóta að gefa ríkissjóði óbeinan arð. Daniel Bergmann. I rokinu mikla sunnudaginn 14. janúar s. 1. brotnaði mannvirki þetta og segist hr. verslunarstjóri Daníel Bergmann svo frá í bréfi til forseta Fiskifélagsins, dags. 22. fabrúar um slys þetta og tjón: — Af Brimbrjótnum í Krossvík er það að segja, að þann hlutann sem bygður er úr steinsteypu sakaði ekki, en sá partur- inn sem hlaðinn var i bjálkabúkkana fór alveg. Áælla má skaðann á garðinum kr. 4000,00 fyrir utan tjón á mótorbátunum og atvinnutap á bátum þeim sem brotn- uðu; einn af þremur brotnaði svo að eigi verður gert við hann, einn er kominn aft- ur á flot og þriðja er verið að gera við en verður ekki fullbúinn þessa vertið. Eins og áður var umgetið, er kostnað- ur við garðinn orðinn tæp 24000 krónur; hér af er í skuld 19000 kr. Petta er þung- ur baggi, og sérstaklega fyrir það, að mikið er enn þá óunnið, en sem lifsnauð- syn er að koma í framkvæmd, og nú eftir að þetta tjón vildi til, heyrast alment raddir um að koma fyrirtækinu í fram- kvæmd svo að fullu gagni mætti koma. Á þingmálafundi hér var gerð áskorun til þingsins um að fá 15000 kr. til við- bótar, einnig sendum við með þingmann- inum erindi til þingsins sama efnis. Minni styrkur en þetta myndi ekki koma að fullum notum og óvíst að dugi. Garðinn verður að steypa alla leið. Pað er búið að sýna sig, að ef steypan er traust, þá er það hið eina sem dugir. Par sem eg er þess fullviss, að þér munið leggja okkur liðsyrði við þingmenn um styrkveitinguna, erum við yður svo mjög þakklátir fyrir það, og vænti eg yð- ar mikilsverðu tillögur komi okkur að gagni. Hvort garðurinn hefði staðist brimið, þó komin hefði verið alla leið, tel eg vafa- samt úr þessu efni sem fyrirhugað var, (grjóti hlaðið í bjálkagrindur), en sem þó allir hér töldu fullörugt, og má telja það hepni að ekki var búið að gera meir en þetta, þvi áformað var að halda honum áfram alla leið úr þessu efni, því steypu- garðurinn stendur fyrir mesta briminu, aldrei búist við sterku brimi á þá hlið, sem grjótgarðurinn liggur, enda þetta brim einstakt, enginn veit til þess að sjór hafi gengið svo langt á land sem f þetta skifti, og þó var smástraumur. Afli hefir verið rýr í vetur, þar til nú

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.