Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1923, Blaðsíða 9

Ægir - 01.03.1923, Blaðsíða 9
ÆGIR 31 Ég reyndi í haust aö safna skýrslu um tölu róðra og mótoibáta úr hverri veiði- stöð og fór í því skyni suður um fiiði til Fáskrúðsfjarðar í okt. og des. Fyrst land- veg til Reyðarfjarðar og Eskifjarðar í okt. og síðan snemma í desember til Norðfjarðar og Fáskrúðsfjarðar, en gat ekki fengið á- byggilega skýrslu um bátafjölda á þessum fjörðum, nema tölu mótorbáta á helstu stöðum sem ég set hér og meðal afla hvers báts Á Seyðisfirði gengu til þorskveiða 11 mótorbátar meðalafli 165 skpd. og á vetr- ar- og vorvertíð voru gerð út þaðan 3 mótorskip á handfæri. Á Mjóafirði voru gerðir út 2 mótorbátar, meðalafli um 120 skpd. Á Norðfirði 17 mótorbátar, meðalafli 220 skpd. Á Eskifirði og Reyðarfirði 23 mótorbát- ar, meðalafli 85—90 skpd. og aö auk 2 mótorskútur. Á Fáskrúðsfirði 15 mótorbátar, meðalafli 220 skpd. Á Stöðvarfirði voru gerðir út 2 mótor- bátar og á Djúpavog 2 mótorbátar en afla af þeim gat eg ekki fengið. Á Seyðisfirði voru gerðir út yfir sumarið nokkrir róðrabátar, þó ekki hægt að telja nema 5 er sóttu sjó að staðaldri og munu hafa aflað að meðaltali um 25—65 skpd. Á Mjóafirði gat ég ekki fengið neina skýrslu um róðarbátafjölda, og heldur ekki um afla þeirra. Á Norðfirði um 25—30 róðrarbátar, afli 25—40 skpd. Á Reyðarfirði um 30 róðrarbátar, afli vantar. Á Fáskrúðsfirði um 40 róðrarbátar. afli 20—50 skpd. Lengra komst ég ekki suður með að fá skýrslu um bátafjölda hvað róðrabáta snertir, þrátt fyrir, þó aflabrögð væru í góðu meðallagi á flestum stööum. Þó munu útgerðarmenn yfirleitt, ekki hafa haft á- góða af útgerðinni, er mest stafaði af verð- falli miklu á fiski síðari hluta sumars og haust. Út af símskeyti frá Fiskifélaginu, um að leita álits deilda í fjórðungnum, um »Snurruvaada«-veiðar'í landhelgi, þá skrif- aði ég öllum deildum 7. nóv. bréf, er ég læt hérmeð fyigja afrit af. Árangurinn af því bréfi var sá, að ég fékk ályktanir frá 4 deildum Seyðisfjarðardeild, Norðfjarðar- deild, Reyðarljarðaideild og Fáskrúðsfjarð- ardeild, og voru allar þessar ályktanir á þá leið, að þær vildu á þessu stigi máls- ins als ekki banna »Snurruvaad«-veiðar í landhelgi. Seyðisfjarðarályktunin er þegar send Fiskifélaginu. Hérmeð fylgja fundar- gerðir frá Norðfirði og Reyðarfirði með á- lyktun þaðan, og ályktunin af Fáskrúðs- firði var alveg samskonar eða f sama anda og hinar. Á Eskifirði var ekki búið, mér vitanlega að halda fund um málið nú síðast í janúar. Til mótornámsskeiða var hvergi hægt að stofna, sem jeg tel aðallega stafa af þvf, að vel hæfan mann vantar til kennsl unnar. Meðan Fiskifélagið hafði alveg til um- ráða sérstakan vélfræðing er ferðaðist um og hélt þessi námskeið, urðu eigi svo litl- ar framfarir á, um hirðingu mótorvéla, og óefað lærðu margir betur en annars að fara með þær. En síðan mun þessu heldur farið aftur. Sérstaklega hvað hirðingu snertir. Ég álít það hafi verið misráðið af Fiskifélaginu að hafa ekki til umráða að öllu leiti vélfræðing er ferðaðist um til kennslu, enda verður slíkt nauðsynlegt bæði vegna, »TiIskipunar um eftirlit með skipum og bátum og öruggi þeirra«, og eins vegna frumvarps til laga um atvinnu við vélgæslu, sem liggur fyrir þingi nú, og sem líklega verður samþykt, ef ekki nú þá bráðlega.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.