Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1923, Blaðsíða 21

Ægir - 01.03.1923, Blaðsíða 21
ÆGIR 43 það er þó hjer, miðað við heildsöluverð, miklu lægra en í Evrópu, eða með öðrum orðum, smásalarnir hjer láta sjer nægja miklu minni ágóða, þvi i Ev- rópu er það víða Ivöfalt og meir miðað við heildsöluverð. — Kjötverðið i Bra- silíu (hið svokallaða »Xarque«, sól- og vindþurkað stórgripakjöt, sem kemur mestmegnis frá Suður-Brasilíu og Uruguay og þykir gott kjöt) hefir lækkað mjög mikið á þessu ári, og kostar nú aðeins frá 800—1200 reis kílóið, eða aðeins ca. 40 % af fiskverðinu, og hefir það hvorttveggja í senn valdið lækk- un á fiskverðinu, en jafnframt minkað fisksöluna, vegna þess að fiskurinn þykir of dýr, samanborið við kjötverðið. Gæði. — Aðaláherslan er lögð á, að fiskurinn sje vel harður, en þó einnig að hann sje ekki mjög smár, og því þykkri því betra. Hentugasti innflutningstími. — Ró hagskýrslurnar að vísu sýni nokkurn- veginn jafnan innflutning alla mánuði ársins, þá er þó besti sölutíminn talinn um föstuna, og mikla áherslu lögðu þeir kaupmenn, sem jeg átti tal við, á það, að fiskurinn væri kominn 4—6 vikum fyrir föstuinngang, svo heildsalarnir gætu komið fiskinum frá sjer til smásalanna fyrir föstutímann. Minst er salan sögð fyrstu 3 mánuðina eftir föstu. En annars selst nokkur fiskur alt árið, og sæmilega vel, sjeu birgðir ekki of miklar. Beinlaus fiskur. — Þennan fisk sá jeg á sýningunni, bæði norskan og japanskan. Er hann í blikkdósum, aðallega 2 og 5 kg. Öll stærstu bein eru tekin úr honum og það ysta af þunnildunum, síðan skorinn niður með roð- inu í 8—10 cm. breiðar ræmur. En svona fiskur er líka seldur í trjekössum, 50 kg. innihald, niðurlagður óinnpakkaður. En beinlausan fisk sá jeg þó óvíða í búðum. Hann kostar í smásölu 4—5 milreis kílóið. Söluhorfur. — Sje hægt að þurka fiskinn svo hann komi fram óskemd- ur, og það á auðvitað að vera jafnhægt fyrir íslendinga sem Norðmenn og Skota, þá efast jeg ekki um, að í Brasilíu mætti fá sæmilega góðan markað fyrir töluvert af íslenskum fiski, en auðvitað þarf fyrirfram að tryggja hag- kvæman flutning; þó fiskurinn sje umhlaðinn í Noregi eða Englandi, þarf hann ekki að vera lengur á leiðinni frá íslandi til Rio en 5—6 vikna tíma. Eftir að hafa sjeð fisksýnishornin, kynt sjer umburðarbrjefið og þýðingu fiski- matslaganna, virtust fiskkaupmenn hafa töluverðan áhuga á því að ná við- skiftum með íslenskan fisk. En auðvitað er einlægt nokkur áhætta með svona sendingar, meðan verið er að fá reynsluna, og það má því eins búast við, að tilraunirnar kafni í fæðingunni, ef þing og stjórn ekki sjer sjer fært að styðja þær, t. d. með því að taka á sig einhvern hluta af þeirri áhættu, sem reglu- bundnar eins árs reynslu-sendingar hefðu í för með sjer. Hjer er um að ræða þýðingarmikið atriði fyrir einn aðalatvinnuveg landsmanna, sem sje að gera hann óháðan einum og sama markaði, sem nú hefir komið oss illa í koll hvað viðskiftin við Spán snertir. Og þetta er engan veginn ókleift. Þegar jeg hefi lokið rannsóknarferð minni, mun jeg leyfa mjer að gera ákveðnar tillög- ur um framangreind efni, þvi jeg hefi mikinn áhuga á þvi, að þessi ferð mín komi að einhverjum notum, og jeg hefi meiri trú á því nú en þegar jeg fór að heiman, að svo megi verða.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.