Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1923, Blaðsíða 11

Ægir - 01.03.1923, Blaðsíða 11
ÆGIR kaupa á kúfisktökuverkfærum ásamt bát, sem komu að miklu liði, því fiskur er oft talsverður genginu á grunnmið þarna, áður en sildarvart verður. En fyrir eitthvað ó- skiljanlegt ólag voru verkfærin og bátur- inn seld manni þar nálægt, er eingöngu notaði þau síðan í eigin þarfir. Afleiðingin af því varð sú, að tveir bátanna af Reykj- arfirði, er höfðu skelfisk til beitu, fengu góðan reitingsafla í vor, en hinir urðu að sitja í landi sökum beituleysis, þar til síld tók að veiðast. Slíkt samtakaleysi i jafn litilli verstöð virðist óskiljanlegt, og sýnir áþreifanlega, að hér er vant góðrar samvinnu. En þrátt fyrir þetta, voru allir þeir, er fundinn sóttu á einu máli um það, að endurreisa deildina og efna til samtaka að nýju. Af því Gjögur er ein af þeim veiðistöð- um, sem liggur nokkuð fjarri alfaravegi, verður að fara hér um hana nokkurum fleiri orðum. Þorskveiðar hefjast á Gjögri vanalega um miðjan maí, þ. e. fiskur fer þá oftast að ganga þar á grunnmið, En eins og áður er vikið að, veldur beituskortur því að oft er eigi hægt að sækja sjó. Þótt nú kúfisktaka yrði almenn þar, þá er hún dýr og erfiðleikum bundin, auk þess sem kúfisknámurnar ganga til þurðar fyr en varir. Það sem Gjögrarar, og hreppsbúar yfir höfuð þurfa að beita sér fyrir, er að koma þar upp sæmilegu ishúsi. Auðgert er að afla beitu til hússins, því vart mun það ár líða yfir, að eigi veiðist hafsild á Húnaflóa í júlí og ágústmánuðum og oft- ast er hún veidd i lagnet inn við lendingu á Gögri. Með þvi móti gætu Gjögursbúar fyrst og fremst trygt sér næga beitu yfir árið. En þar að auki gætu þeir selt frysti- síld til beitu í stórum stíl, þilskipum og vélbátum, fyrri hluta sumars, auk íss, sem ætti að vera létt að viða þarna að. Er 33 það engum vafa undirorpið, að íshúss- bygging er eigi einungis nauðsynleg Gjögr- urum sjálfum og þeim, er sjó stunda þar í kring, heldur nokkurnveginn ábyggilega arðsamt fyrirtæki. Virðist mér, að þeir sem helst hafa ráð í hreppnum og á ís- húsinu þyrftu að halda, t. d. Ófeigsfjarðar feðgar, Verslunarfélag Norðurfjarðar, Karl Jensen, Finnbogastaðamenn og ýmsir aðrir útvegsmenn, ættu að koma því upp í sam- lögum. Gjögursmenn gætu og sjálfir lagt mjög mikið af mörkum með því að vinna að bygging þess, einmitt á þeim tíma árs, er þeir hafa lítið fyrir stafni og ýmsir þeirra mundu vafalaust leggja fé fram. Ef Gjögurmenn og hreppsbúar hafa eigi sjálfir bolmagn, og samtök um að koma þarna upp íshúsi, trúi eg því ekki, að líði á löngu þar til einhverjir framtakssamir ut- anplássmenn hrindi ishúsbyggingunni til framkvæmda. t*að kann að vera að Gjögr- arar vilji lifa í þeirri von í nokkur ár, þar til hún rætist. En eðlilegast og réttast er að þeir framkvæmi þetta sjálfir, og það sem fyrst. Sala fisksins hefir og ávalt verið tals- verðum erfiðleikum bundin fyrir Gjögrara. Mestur hluti aflans kemur eigi á land fyr en seint í júlí og ágúst, og eftir þann tíma er eigi unt að verka fiskinn til út- flutnings fyr en næsta ár. Vegna þessa hefir Gjögrurum veitst erfitt að selja fisk- inn, og ávalt með lágu verði, en einstakl- ingarnir hafa eigi bolmagn til þess að liggja með afla sinn til næsta árs. Síðastl. sumar keyptu nokkrir menn í félagi héð- an af ísafirði fisk þar, og höfðu vélkútter, er þeir söltuðu í aflann, til flutnings hing- að. En þrátt fyrir það þótt verð fisks- ins væri mjög lágt, og seljendur væru á- nægðir, þá töpuðu kaupendur á fisk- kaupunum. Verzlunarfélag Norðurfjarðar hafði og fiskkaup þar, og seldi síðan í haust fiskinn saltaðan hingað til ísafjarð-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.