Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1923, Blaðsíða 23

Ægir - 01.03.1923, Blaðsíða 23
ÆGIR 45 bið i Rio. Jeg sendi þvi konsúlunum á þessum stöðum áður umgetin um- burðarbrjef, íiskimatslög og íslandspjesa, og bað þá útbýta þeim til þeirra fiskkaupmanna, sem hefðu einhvern áhuga fyrir málinu, og jafnframt bað jeg þá taka á móti sýnishornunum, og ef þau kæmu fram óskemd, að sýna þau hinum helstu fiskkaupmönnum, og láta mig svo vita árangurinn. Auk framangreindra ríkja mætti ef til vill búast við, að geta selt eitt- hvað af fiski til syðstu ríkja Brasiliu, nefnilega Paraná, Santa Catharina og Rio Grande do Sul. í þessum rikjum eru samtals um 31/’ milj. íbúa, en sama sem enginn saltfiskinnflutningur liefir átt sjer stað þangað enn sem komið er. Gerir það sjálfsagt töluvert, að Evrópu- og Norður-Ameríku-skipin, sem hafa áætlunarferðir, koma þar mjög sjaldan við. Strandferðir bæði suður og norður- eftir frá Rio eru aflur á nióli allgóðar. — Járnbrautarsamgöngur i þessum rikjum eru nokkurnveginn, sjerstaklega í Rio Grande do Sul, sem hefir um 2 milj. ibúa. Og hitinn er mun minni hjer en norðurfrá. Útbúnaður á hleðsluskjölum. — Með hverri sendingu skal fylgja: 1. Farmskírteini, 1 frumrit og 2—3 afrit. 2. Tollfaclura eða Factura consular i 3 eintökum. Þessi faktura skrifisl á sjer- stök eyðublöð, sem fást í brasiliska konsúlatinu. A þeim á að standa verð það, sem fiskurinn er seldur fyrir, og sjerstaldega farmgjald og vátrygging. Sje hann seldur cif, verður að áætla hvað farmgjald, umhleðslukostnaður og vátrygging nemi miklu af cif-verðinu. Brasiliski konsúllinn á að útbúa þessa faktúru og árita hana. 3. Venjuleg factura. Hún myndar undirstöðuna undir consular-facturuna, þarf enga konsulsáritun, en verður að vera sundurliðuð, eins og consular- facturan. Facturan sendist móttakanda í 2 eintökum. Mjög áríðandi er, að öll eintök, sjerstaklega af nr. 1 og 2, sjeu ná- kvæmlega eins og samhljóða hvað öðru innbyrðis, bæði nöfn, tölur og merki. Sjeu mörg Kollí undir sama merki, verður að setja á þau áframhaldandi númer. Brasilíska konsulatið tekur afrit í sínar bækur af consular-facturunni, og á því að geta gefið afrit af henni síðar, ef með þarf. Við framkomu eru skjölin ekki tekin gild, ef þau ekki eru árituð af brasiliskum konsúl. Sje það ekki gert á íslandi, verður að gera það þar, sem umhleðsla fer fram. Sje um nokkrar fisksendingar að ræða, er því næstum óumflýjanlegt að brasilískur konsúll sje á staðnum. í Brasilíu eru háar sektir, ef skjölin eru ekki útbúin sem vera ber, eða ef nokkur ónákvæmni eða skekkjur eiga sjer stað i þeim. Tollembættismenn- irnir fá sjálfir helming sektanna, og þeir vaka þvi yfir tækifærinu. Aður en varan fæst útlátin verður að afhenda framangreind skjöl toll- effirlitinu. Sjeu þau í lagi, fæst varan strax útlátin, gegn því að greiða tollinn og önnur áhvílandi gjöld. En sjeu skjölin ekki í Iagi, fæst varan annaðhvort ekki afhent eða aðeins gegn sektargreiðslu. En brasilisku tollyfirvöldin eru sein í snúningum, og það tekur oftast fram undir vikutima eða meira að fá skjölin afgreidd. Leggi skipið, sem flytur vörurnar, ekki að hafnarbakkanum,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.