Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1923, Blaðsíða 20

Ægir - 01.03.1923, Blaðsíða 20
42 ÆGIH norska, enska og kanadiska, sem jeg sá bæði víða í búðum og eins á sýn- ingunni. Fisktegundir. — Þeir töldu engin vandkvæði myndu verða á því að selja smáfisk, keilu og ufsa, með tiltölulega lægra verði, enda þótt þangað hefði að eins verið innfluttur stórfiskur og langa. Og sjerstaklega höfðu sumir þeirra gott auga á ufsanum (nr. 1) og bjuggust við, að hægt myndi verða að selja töluvert af honum, bæði af því hann er stór og svo mun ódýrari en annar fiskur. Jeg óttaðist bara dálítið, að þeir svikju hann aftur út fyrir stór- fisk, því allur fjöldinn þekkir hann ekki frá. Jeg lagði drög fyrir, að hjer yrði hann seldur, ef til kæmi, undir nafninu sBacalao Perro«, hvað sem því nú yrði sint. Einstaka firmu þóttust þekkja ufsa og hafa fengið hann frá Englandi. Norski, kanadiski og enski fiskurinn. — Jeg sá sýnishorn af þessum fiski í upprunalegum umbúðum. Norski fiskurinn var vel harður, en mjög ljótur, hjer um bil með öllum regnbogans litum. Flatning og söltun virtist svipuð og á þeim íslenska, en leit þó út fyrir að vera öllu minna saltaður. Norski fiskurinn á sýningunni var hvergi nærri eins útlitsfallegur og íslensk- ur fiskur, og var hann þó að eins búinn að vera þar stuttan tíma, því fyrsta sendingin kom skemd, og dæmdi heilbrigðisráðið hana útlæga. Ameríski fiskur- inn er flattur eins, en sýnilega lítið saltaður. Hann er vel þurr, en hálfmalt- ur og mjög ljótur útlits. Pað skal tekið fram, að framangreindan fisk skoðaði jeg í Sao Paulo, og var hann í samskonar kössum á 58 kg., og engum blikk- kössum innan í. Jeg spurði, hvernig þeim líkaði þessi fiskur, og Ijet eigand- inn allvel yfir þvi. Hann hafði verið geymdur þar í 2—3 mánuði og leit naum- lega eins vel út og illa geymdur 2 — 3 ára gamall fiskur heima. Af enska fiskin- um sá jeg ekkert í upprunalegum umbúðum. Það er aðallega firmað A. & M. Smith, Ltd. Aberdeen, sem flytur þann fisk inn, og er álitinn besti fiskurinn, sem þangað kemur. Að undanteknum 2—3 stöðum, sem jeg sá allgóðan laus- an fisk, var fiskurinn yfirleitt alstaðar ljótur, og á þetta við fisk, sem jeg sá bæði i Rio, Sao Paulo og Santos. Innflutningur til Brasiliu og heild- og smásöluverð. — Siðastliðið ár var inn- tlutt til Brasiliu um 18 þúsund smálestir (en normalt mun mega reikna með 40—50 þúsund smál.). Af þeim innflutningi voru til Pernambuco 6000, Rio 4000, Bahia 4000, Santos 2000 og þar af frá Nýfundnalandi og Iíanada ca 77 %, frá Noregi 13 °/°, frá Bretlandi 6 °/° og frá Bandarikjunuin 2 %. Fyrsta helm- ing þessa árs hefur innflutningur numið um 11 þús. smál., og kemur þar til- tölulega minna á Pernambuco og Bahia. — Eins og framangreind skifting sýnir, er aðalinnflutningur á fiski aðeins á 4 hafnir í Brasilíu, og salan að mestu leyti i þeim ríkjum, sem þessir bæir eru í. Fiskverð. — Verð á klipfiski, stórum nr. 1, frá siðastliðnu nýári þar til fram í júlí var 150—160 milreis pr. kassa á 58 kg. cif., í ágúst 135—145 og í september 125—135 og nú er það 110—120, og varla reiknandi með meiru en 100 næstu mánuði. Fyrir lakari tegundir 10—20 milreis minna pr. kassa. Smá- söluverð í Rio 2—2Va milreis pr. kg. og 2^/a—3 í Santos og Sao Paulo. Smá- söluverðið hefir haldist frá nýári, þó heildsöluverðið hafi lækkað nokkuð, en

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.