Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1923, Blaðsíða 26

Ægir - 01.03.1923, Blaðsíða 26
48 ÆGIR Skýrslur um iilflutning á fiski. í norska fiskiveiðaritinu »Fiskets Gang«, 14. mars þ. á.. er birt skýrsla frá norska aðalræðismanninum í Reykjavík til norska utanríkisráðuneytisins, um útflutning á fiski o. fl. frá Islandi árið 1922. Par er einnig tilgreint til hvaða landa hinar út- fluttu íslensku vörur voru sendar. Af skýrslunni, sem er mjög fróðleg og aug- sýnilega samin af manni, sem hetir áhuga á þeim málefnum, sem um er að ræða, má sjá, að ræðismaðurinn hefir sent sljórn sinni skýrslu um fiskútflutninginn héðan á hálfsmánaðarfresti alt árið. Afsímskeyt- um, sem birt eru í sama blaði, frá ræð- ismanninum, um liskútflutning á þessu ári 1923 frá íslandi, má sjá, að það virð- ist ekki hafa verið neinum sérstökum erfiðleikum bundið að fá upplýsingar um útllutninginn af fiski héðan, það sem af er þessu ári, því þar er nákvæmlega til- greint, hvert hver klatti af fiski, sem héð- an er sendur fer. í sambandi við þessar skýrslur norska aðalræðismannsins, virðist ekki úr vegi að koma fram með tvær spurningar. 1. Hvernig stendur á þvi, að norski ræð- ismaðurinn er að gefa stjórn sinni upplýsingar um útflutning af íslensk- um flski héðan frá íslandi? 2. Af hverju getur almenningur, eða þeir sem fiskverslunina hafa á höndum hér, ekki fengið samskonar upplýsing- ar um útflutning fiskframfeiðsluvar- anna eins og norski ræðismaðurinn? Fyrri spurningunni virðist auðsvarað. Norska stjórnin veit, að upplýsingar um útfluttar fiskframleiðsluvörur frá Islandi geta verið og eru til leiðbeiningar fyrir norska fiskkaupmenn, þegar um sölu á norskum fiski er að ræða, og þeim er áríðandi að fá sem nákvæmastar upp- lýsingar sem kostur er á, hvað öllum fiskiveiðum og fiskútflutningi viðvikur frá öllum löndum, sem fiskveiðar og fisk- útfiutningsverslun reka, jafnvel frá smá- þjóð eins og okkur Islendingum. Hún hefir þvi lagt það fyrir aðalræðismann sinn hér að útvega þessar upplýsingar ásamt öðrum störfum sem hann hefir á höndum, og hann hefir að sjálfsögðu farið' eftir þeim fyrirmælum. Hann sícilur og þekkir að þær upplýsingar eru ekki lít- ilsvirði fyrir norsku þjóðina, sem hann er starfsmaður fyrir hér. Ástæður fyrir því að almenningur hér, eða fiskútflyljendur eiga svo erfitt eða jafnvel ómögulegt með að fá vitneskju um íiskaíla og fiskúlflutning hér á landi, er ekki gott að leiða getum að. Hvort það er af því, að lögregíustjórar og aðrir sem skýrslurnar hafa samkvæmt fögum, vilja ekki birta þær almenningi, eða bér er um að ræða óverjandi hugsunarleysi í því, sem sjávarútveginum má að notum verða eins og svo mörgu öðru sem þeirri al- vinnugrein viðkemur. Vörur sem útflutn- ingsgjald er greilt af við afskipun, virðist ekki vera neinum vandkvæðum bundið fyrir iögreglusljóra að senda Hagstofunni upplýsingar um hvað miklar eru. Aftur á móti eru skýrslur um afla, miklu erfið- ara viðureignar, og þarf dálitla aukafyr- irhöfn, en þar sem nú eru liðin yfir 28 ár, síðan lögin voru samin um, að afla- skýrslum skildi safna, ætti að vera búið að íinna svo haganlegt fyrirkomulag á því sviði, að lögreglustjórar þyrftu ekki að eyða miklum tíma frá öðrum nauðsynja- störfum til þess. Hvort nokkuð verður gert fremur hér eftir en hingað til, til þess að veita al- menningi upplýsingar um afia og útflutn- ing á fiskiframleiðsluvörum, vita þeir ein- ir sem völdin hafa. Að þegja það mál í hel, verður tæplega hægt hér eftir. Jón E. Bergsveinsson. Fiksafa íslenskra botnvörpuskipa á tímabilinu ágúst 1922 til marsbyrjunar 1923 varð alls £ 178,701. Síóarl katti skýrslu Péturs Ólafssonar ræðismanns kemur í næsta tölubl. Ritsljóri Sveinbjörn Egilson. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.