Ægir - 01.05.1930, Page 15
ÆGIR
105
ugt er, sá af okkar fiskimörkuðum, sem
allra vandlátastur er, en lika sá, sem
borgar tiltölulega bezl. Hér vilja menn
helst ekkert annað en úrvalsfisk, hvítan
og þykkan og þar af leiðandi vilja menn
sem allra minst af nr. 2 fiski og alls
ekkert af nr. 3. Prátt fyrir það, að af
yfirmatsmanna hálfu hafi árið sem leið
sérstaklega, verið reynt að haga matinu
þannig að Barcelona líkaði, hefir þó ekki
tekist að hindra það, að hingað hafi
komið fisksendingar, sem ekki hæfðu
þessum markaði og því er það enn þá
svo, að innflytjendur hér telja sig ekki
geta treyst matsvottorðunum fullkomlega.
Þessu er hægt að kippa í lag og verður
að kippa í lag. í þessu hréfi viljum við
ekki skrifa um ráðin til þessa. Mun Jón
þegar heim kemur, ræða um það við
yfirmatsmennina og nefnd þá, sem skip-
uð hefir verið til þess að vinna að um-
bótum á matslögunum.
Bilbao. Eins og kunnugt er eru
hér engin kælihús. Á heitasta tíma árs-
ins verður fiskurinn þvi að vera vel þur
til þess að þola geymsluna. Á þessum
heita tíma ársins mun okkar venjulegi
fullverkaði fiskur vera á mátulegu þurk-
stigi. Fiskur sem kemur þangað frá sept-
emberlokum til aprílloka ætti aftur á
móti ekki að vera meir en liðlega 7/s
verkaður. Er 7/« verkun það þurkstig,
sem við komumst næst að væri á Fær-
eyjafiskinum, sem á kaldari tímum lfkar
þar betur en sá íslenzki og mun að
miklu Ieyti stafa af þurksliginu, er ekki
eins harður og því safameiri. Á sumrin
þykir Færeyjafiskur aftur á móti þola
illa geymsluna vegna of litils þurks.
Mikið af fiskinum, sem etinn er á Mið-
Spáni kemur frá Bilbao. Er smekkurinn
og kaupgetan misjöfn í hinum ýmsu hér-
uðum og geta því fiskinnflytjendur í
Bilbao keypt mismunandi tegundir af
fiski, bæði stóran og smáan, þykkan og
þunnan og mjög misjafnan að gæðum.
Mun mjög algengt að þeír taki mikið af
fiskinum úr pökkunum þegar hann kem-
ur að heiman og pakki honum um aft-
ur að hver staður fái það, sem hann
helzt vill. Bilbao er eini markaðsstaður-
inn á Pyreneaskaganum, sem sækist eftir
að fá skinnfisk. Pangað á því allur skinn-
fiskur og mjög og þiinnur fiskur að jara.
lPortTig-al. Hér er það okkur mik-
ið gleðiefni að geta sagt frá því, að segja
niá, að við höfum náð öruggri fótfestu
á fiskimarkaðinum þar. Undantekningar-
lítið hefir fiskurinn, sem þangað hefir
farið frá íslandi árið sem leið, líkað þar
vel, bæði hvað þurkstig og gæði snertir.
Þeir farmar sem beztir hafa verið, hafa
þótt alveg óaðfinnanlegir ogað engu leyti
staðið að baki norskumfiski. Þótti sú
þurkun alveg mátuleg, en varaðir vorum
við þvi að hafa hana minni en það,
frekar meiri þegar fiskurinn kæmi á hita-
tímanum (frá júní til september).
Eins og öðrum, líkar Portúgölum illa
að mjög misjafnar stærðir séu í sama
pakka. Norðmenn senda þangað ferns-
konar stærðir.
1. Sérlega stór stórf. ca. 25 íiskar í pk. á 60 kg.
2. Venjul. — — 40—45 — - — --------
3. Millif. — — 60-65 — - — -------
4. Smáf. — — 70-100 — - — -------
Líkar þessi aðgreining vel. Helzt vilja
menn i hverri fisksendingu fá nokkuð
af öllum þessum stærðum, en sama sem
ekkert munum við þó hafa sent þangað
annað en 2. og 3. Viljum við ekki ráð-
leggja að senda 1. þangað, þvi verðmun-
urinn á honum og 2. er venjulega í
hæzta lagi 1 sh. pr. pk., nema rétt fyrir
jólin. Er algengt að gefinn sé fiskur í
jólagjöf og hann þá kosinn sem stærstur.
Lissabon er vandlátari með útlit fiskj-