Ægir - 01.05.1930, Side 18
108
ÆGIR
arfyrirkomulaginu, jafnvel þó landið yrði
gjört aö lýöveldi.
Enginn efi er á því ,að liiö lága gengi
pesetans mun hafa ill áhrif á neyzslu salí-
fiskjarins allsta'ðar á Spáni, nema ef vera
skyldi í Cataloniu. Innflutningurinn þang-
að hefir verið mjög svipaður árið sem
leið og árið 1928, en til Bilhao hefir inn-
flutningurinn af ísl. fiskinum orðið kring-
um 55000 pökkum minni árið scm leið,
heldur en árið 1928 og kenna menn það
mestmegnis hinu háa fiskverði.
Fiskinnflulningurinn til Billjao var —
(talinn i 50 kg. pökkum):
íslenskur Færey. Norskur Breskur Alls
1928 ..299,869 130,231 56,881 19,830 506,751
1929 ..235,424 128,471 65,410 15,835 445,140
Þess her að geta i þessu sambandi að
spanski saltfiskurinn, sem framleiddur
er í Pasajes, ryður sér meir og meir til
rúms á Spáni. Bœði þykir hann góður og
svo er liann langtum ódýrari en sá út-
lendi. Auk þess er liann innlend fram-
leiðsla, sem stjórnarvöldin vilja styrkja
eftir mætti, t. d. fckk þessi fiskur „Grand
Prix“ á heimssýningmmi hér í Barce-
lona. Nýlega liefir verið stofnað annað
fiskveiðafélag í Pasajes, sem á 2 togara
og 1 stórt skip, sem ætlað er lil j)ess að
flytja fiskinn, sem togararnir veiða.
Þetta félag var i)úið að fá loforð sljórn-
ar Prinio de Rivera til ])ess að allur fisk-
ur, sem fluttur yrði með þessu flutnings-
skipi til Spánar, lil verluinar þar, skyldi
verða tollfrjáls. Skömmu eftir stjórnar-
skiftin fór nefnd flest-allra fiskinnflvtj-
enda á Spáni á fund nýju stjórnarinnar
til þess að mótmæla þessu tollfrelsi.
Sögðu sem var, að ógjörlegt væri að liafa
eftirlit með því, að þetta flutningaskip
flytti aðeins fisk, sem veiddur væri af
spönskum skipum, en tollfrelsi ætti auð-
vitað eingöngu að ná til þess fiskjar. Ekki
er enn komið svar við jiessari málaleit-
un, en menn húast við að luin fái góðar
undirtektir, og aðeins sá fiskur verði toll-
frjáls, sem félagsins eigin togarar veiða
og færa til Spánar.
Ávalt er j)að svo, að miklar aflafréttir
heimanað, fá menn hér til jiess að búasl
við lágu fiskverði. Nú ætli jæssa ekki að
gæta eins og áður, því nú er mönnum hér
vel kunnugt um það, að Portugalsmark-
aðurinn stendur okkur opinn og við get-
um því liæglega selt þangað, ekki aðeins
j)að sem við kvnnum að eiga framyfir
j)að, sem Spánn og Ílalía taka á móti,
lieldur meir.
í skýrslu danska konsúlsins í Neapel
segir, að á síðastliðnu ári liafi eftirspurn-
in eftir norska liarðfiskinum (stokfisk-
inum) farið mjög minkandi, ekki aðeins
i Neapel, heldur og i allri Suður-Italíu,
en jafnframt hafi eftirspurnin þar cftir
íslenzka verkaða saltfiskinum farið sí-
vaxandi. Nú sé j)ar orðið svo mikið af
nýjum og góðum kælihúsum, að geyma
megi ísl. fiskinn alt sumarið án jiess, að
liætta sé á að hann-skemmist.
Ég vil geta þess, þó það liafi í rauninni
enga þýðingu, að í byrjun síðastliðins
febrúar, hækkaði innflutningstollurinn á
fiski til Portugal. Hækkaði tollurinn úr
0,01 upp í 0,15 gullescudos pr. kg. En um
leið var ýmsum öðrmrx smágjöldum af-
létt, svo að breylingin íieniur í rauninni
sára litlu eða engu. Innflutningstollurinn
er nú 19,8 pappirsescudos á 00 ldló pakka.
í Portugal er nú mikil eftirspurn eftir
íslenzkum fiski, sem ekki er hægt að full-
nægja.
Yegna framtíðarinnar vil ég vekja at-
liygli á jiessu:
Hingað til Barcelona eru nú á leiðinni
kringum 1000 tonn af ísl. fiski. Þar sem
þetta eru leifarnar af fyrra árs fiskinum,