Ægir - 01.05.1930, Qupperneq 33
Æ G I R
123
Enn sem komið er, er enginn almennur
eða opinber sjóður af þessu tæi til hér á
landi, því að hinn almenni ellistyrktar-
sjóður, sem stofnaður er með lögum nr.
17, 19. júlí 1909, er ekki fremur ætlaður
sjómönnum en öðrum, og styrkurinn,
sem veita má, af mjög skornum skamti
(shr. nefnd lög og breytingar á þeim 20.
okt. 1917), og um einkasjóði til styrktar
uppgjafa sjómönnum hefir nefndin ekki
g'etað fengið vitneskju nema um tvo, sem
báðir eru smáir (formannasjóður ísfirð-
inga, stofnaður laust fyrir 1900, og mun
nú vera ca. 1500 kr., og styrktarsjóður
sjómanna í Grindavik, stofnaður um 1900,
uú ca. 400 kr.).
Nefndinni er fullljóst, að hér er um
mikið mannúðar- og menningarmál að
ræða. Uppgjafa sjómenn, sem að vísu eru
færir um að stunda létta vinnu, standa að
jafnaði illa að vígi með að fá hana, og hin-
mn ellihrumu, sem enga eiga að, og' eru
sjálfir öreigar, eru öll sund lokuð, nema
sveitarsjóðm’inn.
Nú er þess varla að vænta, að hið opin-
bera, sem hefir svo miki'ð á sinni könnu,
livað tryggingar snertir, inuni geta tekið
þetta mál í sínar liendur í næstu framtíð,
°S telur nefndin því Fiskifélaginu skvld-
ast að beita sér fvrir einliverjum fram-
kvæmdum i þessa átt, þvi að lítil líkindi
eru til þess, að einstakir menn verði al-
mennt til þess, þó að dæmi þau, sem nefnd
eru hér að framan, séu vel þess verð, að
þau séu tekin til eftirbreytni.
Líklegustu leiðina telur nefndin þá, sem
felst i eftirfarandi tillögu:
„Fiskiþingið skorar á stjórn Fiskifé-
lagsins, að fela erindrekum síhum að
breyfa málinu í veiðistöðvum eða annars-
staðar, þar sem það á við, hver í sínum
fjórðungi, og skýra þýðingu þess fyrir
mönnum og hvetja þá til framkvæmda,
sem og að leiðbeina þeim við stofnun
sjóða, ef til þess kæmi.
Einnig telur þingið rétt, að uppkast að
skipulagsskrá, svipað því sem getið er um
hér að ofan, fyrir slíka sjóði, yrði prentað
og útbýtt meðal sjómanna.
Tillagan samþ. með 11 atkv.
Fiskiþingið, 11. febrúar 1930.
Á/'/ii (í. Þóroddsson. Iijnrni Sæmundsson.
Kristján Jórisson.
Þungi kvintals.
Þungi kvintals hefur fvrir nokkru ver-
ið samræmdur á Spáni.
1 kvintal —- 50 kiló í Bilbao, Vigo, Sant-
ander, Kartagcna og Malagá, Barcelona,
Tarragona. 60 kilo i Portugal.
1 kassi — 45 kilo i Havana og Buenos
Aires. 58 kilo i Rio de Janeiro.
1 þýskt pund = 0,5 kilo. 1 enskt pund
= 0.45 kio.
Kauptaxti Dagsbrúnar.
Hér með tilkynnist, að verkamannafé-
lagið Dagsbrún samþykkti á síðasta fundi
sínum svobljóðandi ákvæði um kauptaxta
og vinnutima, er ganga i gildi að morgni
bins 14. maí:
Félagið ákveður að uæturvinnubannið
baldi áfram á þann hátt, að vinna byrji
kl. 7 að morgni og sé hætt kl. 10 að kvöldi.
Dagvinnutimi sé frá kl. 7 að morgni til
6 að kvöldi. Frá þeim ellefu stundum
dregsl ein stund til miðdegisverðar, en fyr-
ir tvo kaffihálftíma, kl. 9 árdcgis og kl. 3
siðdegis, er ekki dreginn frá tími. Dag-
vinnukaupið kr. 1,36 um tímann, daglaun-
in kr. 13,60.