Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1930, Síða 3

Ægir - 01.06.1930, Síða 3
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS. 23. arg. Reykjavík — Júní 1930. Nr. 6. Kennsla í sjóvinnu. i. Þetta sumar verður merkilegt i sögu landsins, þegar þess verður minnst, að Alþingi íslendinga er 1000 ára gömul stofnun og er vonandi, að í hönd farandi hátíðahöld verði eigi aðeins landsmönn- um til sóma og efli virðingu erlendra fyrir þjóðinni, heldur einnig, að margt gott megi af háliðinni leiða. Mörg blöð og tímarit munu flytja rit- gerðir ýmislegs efnis í tilefni hátíðarinn- ar °g notar »Ægir« þetta tækifæri til að vekja athygli á málefni, sem alla sjó- ^annastétt landsins varðar og er þá e>nnig þess að minnast, að stýrimanna- skólinn er 40 ára gömul stofnun þetta ar> og að þaðan hafa nú útskrifast 1000 yflrrnannaefni skipa. Pessi liðnu ár hefir stýrimannafræði verið kennd eins og lög fyrirskipa og Jrennarar þar verið hinirbeztu, sem auðið hefir verið að fá. Eftir lát hins ágæta kennara Markúsar jarnasonar tók núverandi skólastjóri a*l Halldórsson við, sem er hvort- Veggja, ágætur kennari og examinator tynrheyrari; hið sama var að segja um agnús Magnússon, meðan hann kenndi V1 skólann og Guðmundur Kristjánsson er viðurkenndur kennari og fræðimaður 1 s>glingafræði, svo þar er allt í Iagi. Nú verðum við að minnast þess, að sjómannastétt vor, er fiskimanna- en ekki farmannastétt, að ekkert má missa af vinnutíma á sjónum, til að ná í afl- ann og ganga svo frá honum, að góð vara fáist; skipin eru, nú orðið, flestknúð áfram með vélaafli og segl sjaldan sett, nema þegar vél bilar, og sum skipin hafa vart segl, að segl megi kalla. Af- leiðingar verða þær, að þeir, sem stunda vinnu sína á sjónum, eiga lítinn kost á að læra þau handbrögð og þá vinnu við skip, bæði til viðhalds þess og reiðans, sem sjómanni ber að kunna og er af öllum þjóðum viðurkennd nauðsynleg og kapp lagt á, að þau handbrögð sem nauðsynlegust þóttu, meðan segl voru aðal hreyfiaflið, gleymist ekki. Á togurum er ýms hásetavinna fram- kvæmd t. d. stangaðir vírar og kaðlar og þar eru margir, sem ekki standa að baki erlendum hásetum; minni kost eiga þeir, sem læra sjó á línubátum og enn minni á mótorbátum, en margir koma á stýrimannaskólann frá þeim. Við inn- töku í skólann Ieggja þeir fram vottorð um nægan siglingatíma, en hvergi sézt, hvað þeir hafa lært eða hvort þeir séu færir að taka að sér stýrimannsstöðu, þótt þeir nái prófi, því það bætir engu við praktiska þekkingu manns, er um viðhald og siglingar skips ræðir. Margir foreldrar halda, að drengirnir sínir séu að slá slðasta hnútinn á sjó- mennskuþekkingu sina, tímann sem þeir eru á skólanum og lesa undir próf, en þetta er mikill missldlningur, þvi viðast

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.