Ægir - 01.06.1930, Blaðsíða 4
126
ÆGIR
byrja örðugleikar fyrst að afloknu prófi
og á millilandaskipum, þar sem allrar
reglu er gætt, er lif þess stýrimanns ekki
öfundsvert, sem ekki kann öll þau verk-
leg störf, sem hann skipar undirmönn-
um sínum að gera og þar verður aldrei
auðið að leyna fáfræði í þvi, sem varðar
daglegan rekstur skipsins.
Þegar 10 menn eru lögskráðir hjálög-
reglustjórum eða hreppstjórum, á mótor-
bát hér, fá þeir sjóferðabók og er þeir
fara frá skipi, eru þeir afskráðir og það
ritað í bókina. þessar tvær innfærslur
eiga að sanna, að eigandi bókarinnar
hafi verið liðsmaður á bátnum og fáum
mun detta í hug, er í bókina lita, að um
annað en veru á skipi á sjóferðum, sé
að ræða. Þetta er þó stundum eigi svo,
þegar að eins helmingur hinna lögskráðu
er allan tímann á hátnum, við veiðar
og skipsstörf, en hinn helmingur allan
tímann á landi við móttöku og hirðingu
aflans. Sá helmingur á því eigi kost á
að læra sjó, séu það menn, sem ekki
hafa stundað hann fyr og hafa ætlað sér
að búa sig undir og læra að fara með
skip, taka siðan próf i siglingafræði og
gerast yfirmenn. Er þessir landmenn
eiga að sanna siglingatlma sinn með því
að sýna bækurnar, mun fáa, sem ekki
þekkja til, gruna, að ólag sé hér á ferð
og siglingatími mannsins er tekinn
góður og gildur, hvort heldur er á stýri-
mannaskóla eða til sjóvinnu, skýri mað-
urinn eigi satt og rétt frá veru á landi
af þeim tíma, sem sjóferðabókin telur
hann starfandi á skipsfjöl.
Þessi aðferð til að öðlast réttindi er
bághorin mjög og verst fyrir þann, sem
er eigandi sjóferðabókar, sem telur land-
vinnu hið sama og hásetavinnu á skipi.
Þetta mun vera orðið algengt hér um
slóðir og má telja það líklegt, að fiski-
menn og unglingar, sem ætla sér að
byrja að stunda sjó, álíti að ekkert sé
við þetta að athuga.
II.
í öllum löndum, sem annaðhvort hafa
skip i förum eða á veiðum, er það föst
regla og álitið sjálfsagt, að kaup sjó-
manns hækki smátt og smátt eftir því
sem hann er lengur á skipum og eftir
stigi þvi, sem hann með því kemst á,
en kaupið verður þó aldrei hærra en
fullgilds háseta eftir gildandi reglum, þar
til próf er tekið og hinn fyrverandi há-
seti gerist stýrimaður, þá verður launa-
flokkur annar.
Þessa skiptingu skipsmanna mætti
nefna á voru máli: Drengur (byrjunar-
stig), viðvaningur (annað stig) og full-
gildur liáseti (þriðja stig); á ensku »boy«,
»ordinary seamana og »able seaman«;
er alment álitið, að sá sem unnið hefur
á skipi í þrjú ár, sé fær um að ráðast á
skip, sem fullgildur háseti, þó er þetta
ekki beinlínis ákveðið, eins og t. d. við
ýmsan iðnað, þvi sé háseti duglegur
maður og hafi haft áhuga fyrir að læra
það, sem krafizt er af fullgildum háseta,
getur hann ráðist fullgildur háseti á skip,
treysti hann sjálfum sér til að inna há-
setastörf af hendi, enda þótt siglingatími
hans sé slyttri en þrjú ár.
Flestir skipstjórar, sem nokkuð hugsa
um skip sitt og skipshöfn, álíta það sjálf-
sagl, að unglingar og drengir á skipun-
um, læri og eigi kost á að læra þá skips-
vinnu, sem ýtir þeim áleiðis í lifinu og
eykur öryggi skips og skipshafnar áhaf-
inu. Góðir stýrimenn sjá um þetta fyrir
skipstjórans liönd og láta unglingana að-
stoða háseta við ýms dagleg störf og er
furða, hve fljótt drengir læra að þekkja
hinn fasta og lausa reiða, þótt marg-
brotinn virðist vera.