Ægir - 01.06.1930, Page 5
ÆGIR
127
111.
Sú trú er víða ríkjandi, að eigi sé
auðið að nema sjóvinnu, (Praksis) nema
á skipi, en þar verður að skilja á milli
handavinnu þeirrar, sem framkvæmd er
á því og kunnáttu þeirrar, sem útheimt-
ist til þess að fara með skipið við land
og á reginhafi. Hið síðara verður hvergi
lært nema á sjóferðum, en hið fyrra má
læra hvar sem er, engu siður á landi en
sjó, en fyr en þetta tvent er sameinað
hjá sama manni, er hann ekki sá sjó-
maöur, sem að afloknu stýrimannsprófi,
getur með góðri samvizku boðið sig fram
til að standa fyrir varðflokki (Vagt) og
tekið á sig þá ábyrgð, sem því starfi
fylgir.
Flestar siglingaþjóðir, láta sér annt um
að sjómenn þeirra, hvort heldur eru
fiskimenn eða farmenn, séu sem bezt
færir í sinni grein, þvi afleiðing verður
sú, að eigum manna (hér skipunum og
þeirra munum) er betur haldið við og
aht að útliii, snyrtilegra en þar sem allt
er látið vaða á súðum. Hefur oft verið
minnst á ýmislegt það i »Ægi«, sem
hendir á, að siglingaþjóðir láta sér eigi
uppeldi og menntun sjómanna sinna í
léttu rúmi liggja. Skólaskipum er haldið
«ti, vinnustofum er komið á fót, þar sem
unglingar i landlegudögum fá tilsögn þá
er þeir óska. Fiskimannaskólum er kom-
ið á fót og allt gert, sem auðið er til að
skapa stétt, sem hefur þá menntun, sem
sú mikla atvinnugrein krefst, í stóru og
smáu.
IV.
Haustið 1918 var námsskeið í handa-
vinnu sjómanna haldið hér í Reykjavik,
°g styrkti Fiskifélag íslands það fjár-
hagslega og lánaði auk þess skrifstofu
sma í Lækjargötu, til fyrirlestra á kveldin.
Námsskeið þetta átti að standa yfir í
tvo mánuði, en sökum spönsku veik-
innar varð að hætta eftir fimm vikur.
Þessa námsskeiðs var getið í Ægi og
hafa síðan nokkur slík verið haldin út
um land með styrk írá Fiskifélaginu, og
hvarvetna komið að notum.
Hauslið 1928 tóku þrír menn sig saman,
ræddu um þörf á námsskeiði, sem hér
er svo greinileg og hlýtur að vera ljós
hverjum hugsandi manni, hófust handa
og héldu námsskeið í sjóvinnu. Voru
fyrirlestrar haldnir til skýringar vinn-
unni og nákvæmlega fylgst með hverjum
nemanda, til þess að ganga úr skugga
um, hve lengi að meðaltali, menn þurfi
að ganga á slík námsskeið, til þess að
læra þá handavinnu og brögð, sem krafizt
er, að fullgildur háseti á skipi kunni.
Reynzlan sýndi, að á 6 vikum má kenna
meðalgreindum manni þ'etta, en æski-
legast væri þó, að slík námsskeið gætu
staðið í tvo mánuði, svo menn gætu æft
sig vel á þeim handbrögðum, sem þeir
hafa lært, svo síður gleymdust og þeir
yrðu handfljótir.
Skólar eru mjög margir hér á landi
og þá er leitast við að bæta ettir kröfum
nútímans; vinnustotur eru í sambandi
við suma skólana og þykir framför. Er
ekki kominn tími til að athuga, hvort
eigi væri einna mest þörf á, að vinnu-
stofa væri sett í samband við Stýri-
mannaskólann hér, af þeim ástæðum, er
hér segir:
Vera manna á mótorskipum og bátum
kemur ekki að tilætluðum notum, til að
uppala sjómenn landsins, vegna þess að
sjóvinna er þar lítið um hönd höfð og
á þeim stunda flestir menn stéttarinnar
vinnu og auðveldast fyrir unglinga að
byrja á þeim lífsstarf sitt. Hundruð
manna óska þess, að þeir ættu kost á
að læra sjómennsku til fullnustu, en
tækifærið gefst ekki. Eins og hvervetna