Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1930, Síða 6

Ægir - 01.06.1930, Síða 6
128 ÆGIR er um allan heim, getur eitt og annað komið fyrir islenzka sjómenn, sem knýr þá til að leita sér atvinnu meðal er- lendra siglingaþjóða og er það lítilfjör- legl fararnesti, er fullorðinn íslenzkur háseti, með langan siglingatíma skráðan i sjóferðabók sína, auglýsir á erlendu skipi, að hann kann ekki »að stanga stroppu«. Slíkt er ekki til að auka álit á þeirri stétt landsins, sem hefur sýnt framúrskarandi dugnað við veiðar og blöðin hrósa óspart. Að tveir — þrír menn taki sig til á 10 ára fresti og haldi námsskeið, er þýð- ingarlítið og hinn mikli hópur þarf frek- ari aðgerða, og hann á það skilið, að honum sé sinnt og að mönnum verði það ljóst, að sjómannastéttinni og land- inu væri til stórsóma, að þau góðu mannsefni, sem hér stunda sjó, fengju þá menntun í sinni grein, sem unnt væri að láta i lé. Væri vinnustofa höfð í sambandi við Stýrimannaskólann, væri komið i veg fyrir, að nokkur lærisveinn haus, réði sig stýrimann að afloknu prófi og kynni ekki almenna hásetavinnu. Siík vinnu- stofa ætti að vera þeim opin, sem lang- aði til að læra, þótt ekki væru á skól- anum. í 15 ár hefur þekkingu háseta hnignað smátt og smátt, en það er ekki þeim að kenna, heldur eru ástæður þær, að skip þau, sem nú eru að mestu höfð til veiða eru nálega reiðalaus og er þar lítill kostur að læra, auk þess sem engan tima má missa frá veiðum, en meðferð og útlit skipa verður ætíð betri hjá þeim, sem kunna alla liði sjómennskunnar, en hjá hinum, sem fáfróðir eru í þeim efn- um. Það er ekki títt, að vinnustofur séu í sambandi við Stýrimannaskóla, en á- stæðan er sú, að sjóferðabókin er tekin nægilegt sönnunargagn um dugnað, þekk- ingu og framferði manns á skipi, auk þess sem hann verður að sannaþaðsem í henni stendur, með þvi að ganga munn- lega upp til prófs og svara þar ýmsum spurningum, sem fyrir eru lagðar, um verk og vinnu, siglingu skipa, hvað gera skal í ýmsum tilfellum er vanda ber að höndum o. m. fl., og nær sá eigi prófi, sem eigi getur leyst úr spurningum þeim, fljótt og greinilega. Það er sönnunin fyrir, hvort sjóferðabókin skýrir rétt frá eða ei. Það eru nú liðin 40 ár síðan Stýri- mannaskólinn var stofnaður. Ætti þetta merkisár að vekja menn til íhugunar um efni það, sem hér er skráð og væri æskilegast, að málefni þetta væri rann- sakað af hæfum mönnum og þeirra álit fengið um, hvort ekki væri tími kominn til að hefjast handa og að við reyndum að bæta úr ólagi þvi, sem útlit er fyrir að aukist, sé ekkert aðgert og gleyma megum við þvi ekki, að það er hverri siglingaþjóð til gagns og heiðurs, að sjó- mannastétt hennar sé sem bezt að sér, og alheims álit það. Rvik 1. júní 1930. Sveinbj. Egilson. Stærsta mótorskip Bretlands. Skip þetta, sem er búið öllu þvi, er mönnum enn þá dettur í hug að krefj- ast, bæði hvað þægindi áhrærir, styrk- leika bols og vélar og frágang allra á- halda, er 27 þúsund smálestir að stærð með 20 þús. ha dieselvél, leggur af stað í hina fyrstu ferð sína, hinn 28. júní 1930 og mun framvegis hafa áætlunarferðir yfir Norður-Atlantshaf milli Englands og New-York. Skipið er nýsmíðað og heitir »Britan- nic« og er Hvítastjörnufélagið í Liverpool eigandi þess.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.