Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1930, Síða 7

Ægir - 01.06.1930, Síða 7
ÆGIR 129 Grunnmælingar við Vestmannaeyjar 1929. Eftir Porstein Jónssonfrá Laufási. Ég hef víst veitt Víði loforð um, að skýra frá mælingum þeim, sem gerðar voru hér í kringum Eyjarnar í haust, og er þá rétt með nokkrum orðum að skýra fré aðdraganda þessara framkvæmda. Það var haustið 1926 að ég ritaði grein, sem átti að vera leiðbeiningar, aðallega til sjófarenda, hér í Eyjum. Einnig var þess getið, að eigi all-litlar skekkjur mundu vera í þeim kortum, sem notuð eru, og komst ég á einum stað þannig að orði, að 57ms hættuleg grunn, hér í kringum Eyjar virtust sett af handahófi, dýpi á sumum grunnunum gæti naum- ast verið rétt og viða stæði við þau P. T. (Plads tvivlsomt). Þessi grein birtist í andlátsblaði viku- blaðsins »Skjöldur«. Einstaka maður hér innan héraðs, virðist hafa veitt þessari grein athygli, l)sr á meðal alþm. Jóhann É. Jósefsson, sem mæltist til að hún birtist í »Ægir«, sem og varð með nokkrum lítilsháttar hreytingum. Hún birtist svo í »Ægi« í marzheftinu 1928. Skömmu síðar þýddi vitamálastjóri, h. Krabbe greinina á dönsku, og sendi hana sjómálaráðuneytinu til umsagnar. Petta varð til þess, að ég var boðaður um borð í »Fylla« vorið 1928 og yfir- heyrður út af þessari grein. Skipstjórinn virtist gera lítið úr, að slíkjar skekkjur °g um ræðir, væru á miklum rökum hyggðar, en annar maður, hvers nafn að tthg minnir, var Gapt. Leutenant Dahl, veitti þessu mikla athygli, og bað mig að benda á, hvar helzt þessar skekkjur væru. Þar eð ég hefi nauðalitla bóklega sjómannafræðslu til brunns að bera, átti ég mjög erfitt með að segja með vissu hvar þetta og hitt grunnið ætti að réttu lagi að liggja á kortinu, en gerði það þó, hélt því fram, að það yrði aldrei rang- ara en það, sem i kortunum væri, sagði að þetta yrði ekki nákvæmt, (sem líka sýndi sig í haust) nema fara á staðina sjálfa. Þeir viðurkenndu þetta rétt, og sagði skipstjórinn, að bezt væri að finna Ingimundarklakk, sem hlyti að vera hættulegur fyrir siglingar, þrátt fyrir það, þótt ég í áðurnefndri grein taki hinu gagnstæða fram, þar eð hann sé mjög lítill ummáls og liggur í hafbrimum í vari af Eyjunum. Kl. 8 að morgni átti ég að leggja af stað, og sögðust þeir mundu draga upp flagg á framsigluna, og ætti ég þá að koma. þó tekið fram, að farið yrði að eins í góðu veðri. Morguninn eftir var ég snemma á fótum, svaf víst laust um nóttina, því fræðaskjálfta hafði ég mik- inn. Aðeins var blær af austri, en svo varð kl. 8, 9 og 10, þá létti »Fylla« akk- erum og hélt fyrir sunnan Bjarnarey, án þess að draga upp flagg eða taka mig með. Áður en ég skil við þessa ferð mina út í »Fylla«, skal þess getið, að ég spurði skipstjórann, í einfeldni minni, hvort varðskipið Þór gæti ekki framkvæmt nauðsynlegar mælingar, og tók hann því fjarri. Sömuleiðis spurði ég hann hvað nákvæmar mælingar mundu kosta, og giskaði hann á 130,000 kr. Varðskipið »Hvidbjörn« kom hingað 7. október, en ekki var hægt að byrja mælingar fyr en daginn eftir, vegna veð- urs, þá daga er mælingar fóru fram, eða til þess 14.; var veður oftast bjart, en stormstrekkingur á útsunnan og mikið brim, en aldan gerir mælingar með Ra- diomælum ónákvæmari en i sléttum sjó,

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.