Ægir - 01.06.1930, Blaðsíða 12
134
ÆGIR
Alþjóðafélag
slysavarnafélaga.
í Frakklandi eru mörg og merkileg
slysavarnafélög og hjálparsveitir.
Stærst mun þó vera slysavarnafélag
sjófarenda og brunaliðsmanna.
Hinn 18. marz s. 1. héldu þessi lands-
félög ársfund sinn og til hans hafði verið
boðið fulltrúum frá ýmsum löndum,þar
á meðal Noregi, Sviþjóð, Finnlandi, Pól-
landi og Englandi o. s. frv.
Fulltrúum erlendra ríkja var sérstak-
lega boðið sökum þess, að Frakkar vildu
heyra undirtektir þeirra um að stofnað
yrði alþjóðaslysavarnarfélag.
Alþjóðafélög eru áður kunn, sem hafa
ákveðna stefnu og takmark að keppa
að til heilla mannkyninu, svo sem Good-
templarafálag, Rauðakrossfélag o. s. frv.,
en þetta mun vera í fyrsta sinni sem til
tals hefur komið að mynda allsherjar-
félag til varnar slysum; og er það eng-
um efa bundið. að það mundi verða til
að efla bróðurhug milli allra þeirra
þjóða, er í það samband ganga, ef úr
framkvæmdum verður.
Á fundi þessum hnigu ræður manna i
þá átt, að þetta mundi vel framkvæm-
anlegt og mjög æskilegt. Frakkar stungu
upp á þvi, að árlega yrði skipt um
stjórn þannig, að hún yrði skipuð á víxl
mönnum frá öllum þeim löndum er í
sambandið ganga og aðsetursstaður og
skrifstofa félagsins yrði líka árlega silt í
hverju landi. mundi það verða til þess
að auka þekkingu félaganna á stysahætt-
unni og þá lika frekara ráðin bót á þvi,
sem nauðsynlegt væri að gera til hjálpar
hverju landi fyrir sig.
Þótti fundarmönnum þetta góð tillaga,
en þó komu fram óskir erlendra full-
trúa um það á fundinum, að aðalstjórn
eða yfirstjórn yrði kosin, sem hefði fast
aðsetur i einhverju landi og bentu sér-
staklega á París sem heppilegan stað
fyrir aðalstjórnina, vegna legu sinnar og
þess mikla ferðamannastraum er þangað
sækir árlega.
Frakkar tóku þessum tillögum mjög
vel og buðust til að hafa á hendi aðal-
starfið, en landsfélag Frakka bauð bús-
rúm fyrir skrifstofur yfirstjórnarinnar í
byggingu sinni Rue Lacroix i París. Jafn-
framt bauð landsfélagið rúm i mánaðar-
riti sínu »Le Devoir« fyrir alþjóðarit-
gerðir um slysavarnir.
Tímaritþetta hefur verið gefiðút í Paris
siðan um aldamót og er mjög víðlesið.
Þá var rætt um það, að æskilegt væri
að ritgerðir þessar yrðu prentaðar á
þremur tungumálum t. d. frönsku, ensku
og spönsku.
Vegna aukins kostnaðar við útgáfu
rits þessa, var það þó eigi samþykkt á
fundi þessum, en rétt þótti, að þessi þrjú
tungumál yrðu notuð svo fljótt sem því
yrði viðkomið.
Fundinum þótti hæfilegt að slysavarna-
félög hvers lands er gangi í alþjóðafé-
lagið, greiddu árlega 1000 franka sem til-
lag til alþjóðafélagsins. Þetta er í aðal-
dráttum þær uppástungur, erframkomu
á fundi þessum og sem fulllrúar og fé-
lagsmenn urðu sammála um að halda
fram, hver í sinu landi.
Rjörgunarfélagshugmyndin er byggð á
kærleika til allra manna og einmitt af
þeirri ástæðu geta menn búist við góð-
um árangri af starfsemi þessari og vænst
þess að hugmyndin um alþjóðasamstarf
i slysavörnum verði vel tekið í öllum
löndum og það mun veita þeim gleði er
að því vinna og vafalaust i mörgum til-
fellum frelsa marga menn frá hrakning-
um og dauða.