Ægir - 01.06.1930, Qupperneq 16
138
ÆGIR
í veiðistöðvunum hér nærlendis er
hæztur hlutur í Súgandafirði á vélbátinn
Draupnir, formaður Sturla Jónsson) um
1700 kr. frá áramótum, og um 1850 kr.,
sé »stúfur« skipverja talinn með.
í Bolungavík er hæztur hlutur um
1300 kr. hjá Benedikt Jónssyni, og í Hnífs-
dal rúmar 1000 kr. hjá Halldóri Páls-
syni útvegsm.
S. I. vetur var hæztur hlutur í Hniís-
dal 1585 kr., í Súgandafirði 1500 kr., og
í Bolungavík um 1200 kr. • •
í þessum veiðistöðum er fiskur að
jafnaði seldur nýr með hrygg.
Blautfisksverð í vetur var almennt 17
aura kg. af stórfiski og 12 aura fyrir
smáfisk, en i fyrra var verðið 24 aurar
stórfiskur og 18 aura smáfiskur.
Saltfisksverð erjafnan nokkuð reikulla
en blautfisksverðið. Nú mun það almennt
hafa verið 28 — 30 a. kg. af stórfiski, 26
a. af smáfiski og 17 a. ýsa, vegið inn úr
bát. Frá 1. apríl lækkaði verðið víðast
niður í 24 a. kg. af stórf. og 22 a. smáf.
1 fyrravetur var saltfisksverðið fyrst
37 a. kg. af stórf. og 28 a. af smáf., en
eftir 6. fehr. lækkaði stórfisksverðið niður
í 34 a., en smáfisksverðið hélzt óbreytt.
Tilhögun með skifting aflans á stærri
og smærri vélbátum er í aðalatriðum
hin sama og og undanfarið, og er getið
um fyrirkomulag aflaskiftanna í 5. tbl.
Ægis 1929.
Gera má ráð fyrir að útgerðin eigi
sæmilegri afkomu að fagna á jafn afla-
mikilli vertíð og þessari. En veiðarfæra-
notkunin fer jafnan versnandi, og í ó-
stöðugri veðráttu verður jafnan mjög
mikið veiðarfæratap. Beitukostnaðurinn
er orðinn ákalega mikill og fer líka sí-
vaxandi. Þegar öll kurl koma til grafar,
verður ágóði fiskiskipanna undarlega lit-
ill á þorskveiðunum hér — stundum alls
enginn — þótt aflinn sé mikill. Heyrist
nú sama sagan sunnan lands, og sagt er
að línuveiðagufuskipin eigi ekki betri af-
komu að fagna.
Prátt fyrir allt er síldveiðin arðmest
fyrir stærri vélbátana hér, og mun svo
vera víðast.
ísaf. 17. maí 1930.
Krisiján Jónsson,
frá Garðsstöðum.
„Dana".
Hafrannsóknaskipið »Dana«, sem
margir íslendingar þekkja bæði í sjón
og að afspurn, er nú komin norður á
bóginn, i Miðjarðarhaf, úr hinni löngu
ferð sinni kringum jörðina, sem tekið
hefur 2 ár.
Forustu leiðangursins hefur prófessor
Johannes Schmidt haft og hefur ferðin
verið hin merkilegasta. Aðalleiðir skips-
ins hafa legið yfir Atlantshaf um Panama-
skurðinn, þaðan yfir Kyrrahafið fram
með Suðurhafseyjum, með viðkomu-
stöðum á Nýja-Sjálandi, Australíu, Síam,
Japan, Formosa, yfir Indlanshaf til Ma-
dagaskar, þaðan til Góðravonahöfða,
vestur með Afriku til St. Helena, til
Iíanarisku ej'janna og þaðan inn í Mið-
jarðarhaf. Farin vegalengd er yfir 60
þús. sjómílur.
Aðalmarkmið ferðarinnar var að ganga
úr skugga og fá sönnun fyrir ferðalagi
álsins. 1 tvö þúsund ár hafa lifnaðar-
hættir og líf álsins verið óráðin gáta.
Menn hafa lengi vitað það, að állinn
kom úr sjónum og gekk þaðan i ár og
vötn. Nú hefur það verið sannað á leið-
angri þessum, að Atlantshafsállinn hrygn-
ir á sjávardýpi miklu í Saragossahafinu,
(þanghafinu) sem er hluti Atlantshafsins,
(takmörk 25°—41° nbr. og 18°—53° v.