Ægir - 01.06.1930, Blaðsíða 24
146
ÆGI R
Sjóslys á vetrarvertíðinni 1930.
Vetrarvertiðin s. 1. hefir verið storma-
söm og mikið gæftaleysi, sérstaklega fyrri
hluta hennar, en afli góður þegar á sjó
gaf í verstöðvunum sunnanlands. Mun
aflinn hafa verið meiri að meðaltali í
róðri eii nokkurntíma hefir áður verið,
þó heildarútkoman hjá vélbátum við
Faxaflóa hafi verið lægri en á vetrar-
vertíðinni 1929. En þegar mikils aflavon
er þá á sjóinn er farið, er mönnum hætt
við að fara nokkuð ajarft í sjósóknina
og því eðlilegt, að slys geti af hlotizt,
einkanlega meðan ekki er til neitt sér-
sérstakt eftirlits- eða björgunarskip.
Drukknanir.
1. Aðfaranótt 3. jan. drukknaði Jónína
Ingimundardótlir frá Sætúni i Vest-
mannaeyjum. Gizkað á að hún hafi
ætlað að sækja vatn i fötu, en við
það fallið út af bryggjunni og drukkn-
að. Hún fannst drukknuð í fjörunni
daginn eftir.
2. 9. jan. fannst Sigríður Fórðardóttir
frá Sandgerði örend í fjörunni fram
undan Sjávarborg i Reykjavík. Gizkað
á að hún hafi drukknað?
3. Hinn 23. s. m. tók stórsjór Þórarinn
Halldórsson, Bræðraborgarstíg 3 hér
í Rvík, út af togaranum »Draupni«,
úti fyrir Vesturlandi — Halamiðum
og drukknaði hann.
4. Hinn 24. janúar fórst m.b. Ari frá
Vestmannaeyjum með allri áhöfn, 5
mönnum. Voru það: Matthías Gísla-
son, Vestmannaeyjum; Einar Gunn-
laugsson, Vestmannaeyjum; Baldvin
Kristinsson vélstjóri frá Siglufirði;
Eiríkur Auðunsson frá Svinhaga á
Rangárvöllum, og Hans Andrésson
frá Færeyjum.
5. Hinn 25. janúar fórst mótorbáturinn
»Haraldur« frá Súðavík með allri
áhöfn, 4 mönnum. Voru það: Oskar
Matthíasson form., 33 ára, kvæntur.
Lætur eftir sig konu og eitt barn.
Árni Grimsson, 33 ára; Þórariun
Sigurðsson 21 árs og Vilhjálmur
Ólafsson, 19 ára.
6. Sunnudagskvöldið 2. marz drukkn-
aði Andrés Brynjólfsson verkstjóri, i
höfninni í Reykjavik. Dalt fram af
uppfyllingunni vestan við verka-
mannaskjdið.
7. Hinn 11. marz drukknaði færeyiskur
maður af m.b. »Nonni« frá Vest-
mannaeyjum, en 4 björguðust. Varð
slysið með þeim hætti, að Færeyisk
skúta sigldí á bátinn þar sem hann
lá við lóðina og braut hann svo, að
sökk á skömmum tíma. Þeir, sem
af komust björguðust upp á skútuna
er á bátinn r.igldi.
8. Aðfaranótt þess 27. jan. fórst fær-
eyiska fiskiskipið »Ernestina« frá
Klaksvik undir svokölluðu Bjarna-
víkurbergi, milli Selvogs og í’orláks-
hafnar og drukknuðu þar 8 menn
og sá níundi lézt af kulda og vos-
búð rétt eftir að hann komst i land,
en 17 menn björguðust. Skipið eyði-
lagðist.
9. Hinn 6. april drukknuðu 4 menn
af bát í Keflavík, en einn bjargaðist.
Voru þeir að koma utan úr mótor-
bát á höfninni. Suðaustan stormur
var á og töluverður sjór. Fyllti bát-
inn skammt trá landi og hvolfdi
siðan. Þeir sem drukknuðu voru:
Guðjón Sigurðsson úr Keflavik, ung-
ur maður, ógiftur; Stefán Jóhannes-
son úr Keflavík, roskinn maður, á
3 eftirlifandi börn; Július Hannesson
unglingspiltur úr Reykjavík og Skafti
Guðmundsson, ógiftur maður um