Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1931, Side 9

Ægir - 01.01.1931, Side 9
ÆGIR 3 einkum þar sem afkoma sjávarútvegsins hefur með hveiju ári sem líður meiri og nieiri þýðingu fyrir afkomu landsins í heild sinni, eftir því sem útvegurinn vex °g fólkinu fjölgar við sjávarsiðuna og í bæjunum. í skýrslu minni fyrir árið 1929, gat ég þess, að fiskurinn það ár hefði verið ó- venjulega horaður, bæði fiskurinn sjálfur þunnur, en sérstaklega lifrarlítill. Árið 1930, var að þessu leyti nokkuð betra, einkum var fiskurinn feitari á lifrina. Þó var lifrarmagn fisksins tæplega í meðal- lagi, og fitumagn á þeim stöðum sem ég hefi fengið það rannsakað, heldur ekki i meðallagi, þó virtisl þetta heldur fara batnandi þegar á árið leið. Aftur á móti var fiskurinn yfirleitt mjög smár á þessu ári og virtist sumir árgangarnir, sérstak- lega árgangurinn 1922, vera mjög yfir- gnæfandi í vertíðaraflanum, og mætti því búast við að þetta ár sem er að byrja °g næstu ár verði allgóð aflaár, og þá uieira áberandi af stærra fiski en var siðastliðið ár. Eins og tafla 1 sýnir, hefur ársaflinn 1930 orðið 441,089 skpd. og er það meira en árið áður. Kemur þessi aflaaukning uærri þvi eingöngu fram á afla togar- anna, en þeirra afli i ár er með því uiesta sem nokkurntíma hefur áður verið. Suðurland. Eins og vant er hófst vertíðin á Suð- Urlandi og Vestmannaeyjum strax upp úr uramótum, og var allgóður afli víða, en uotaðist ekki sökum sífelldra storma. Upp úr áramótum gekk í storma á Suð- urlandi, með mikilli snjókomu og hélzt Það allan janúarmánuð og allt fram til þorraloka, að skifti um og gerði þá um huaa stillur og ágætisafla. 1 febrúarlok 'ar Suðurlandsaflinn ekki nema helm- ingur móts við það, sem í land var komið árið árið. og ísumum veiðistöðv- um var ekki kominn í land nema þriðj- ungsafli. Árið byrjaði með kaupdeilu á milli háseta og útgerðarmanna á linugufuskip- um og stóð sú deila til 4. janúar, að samningar komust á á þeim grundvelli, að lagt var til grundvallar ákveðið verð á aflanum og aflahlutur háseta miðaður við það, en hækkaði og lækkaði eftir þvi sem verðið breyttist. Varskipuð fimm manna nefnd, sem á hverjum 10 daga fresti átti að ákveða það verð á af- urðum, sem lagt væri til grundvallar við útreikning aflahlutans. Eins og áður hafði verið var aflahluti þessi miðaður við »brutto« verð aflans, en beitu, salt o. s. frv. borgaði útgerðin. Aftur á móti borg- uðu hásetar fæði sitt sjálfir. í aðaldráttum voru samningarnir þannig : Frá 1. janúar 1930 til 31. des. s. á. skal kaup hvers háseta vera verðlaun af afla skipsins, sem reiknast þannig : a. Af hverri smálest (1000 kg) slór- fiskjar veiddum á línu kr. 8 — átta krónur — miðað við fiskverð kr. 0,47 pr. kg. Lágmark aflaverðlauna af smálest stórfiskjar sé kr. 6 — sex krónur — enda þótt verðlagið sýni annað. b. Af hverri smálest fiskjar veiddum í net og smáfiski, ýsu, löngu, upsa og keilu, veiddum á línu kr. 6 — sex krónur — miðað við verð á smá- fiski kr. 40 pr. kilo. c. Af hverri metinni og veginni lýsis- tunnu á 105 kg. netto kr. 150 mið- að við verð á meðalalýsi kr. 0,90 pr. kg. Verðlaun af afla séu reiknuð af þunga fisksins vegnum í land 10 daga stöðnum. Ennfremur var i samningnum ákveðið, að væri fisk-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.