Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1931, Page 11

Ægir - 01.01.1931, Page 11
ÆGIR o þar töluverðan usla, sem orsakaði bæði afla- og veiðarfæratap. Vestfirðingafjórðungur. Fyrstu mánuði ársins var tið fremur stirð þar eins og annarsstaðar, svo að sjaldan gaf á sjó, en þegar kom fram i janúar gerði gæftir i nokkra daga og aflaðist þá ágætlega, mánuðina febrúar og marz voru aftur móti mjög hagstæðir og afli ágætur og hélzt hann óslitið til páska, en við þá er vetrarvertíð miðuð að jafnaði á Vestfjörðum. Margir af stóru bátunum frá ísafirði, sem annars eru vanir að koma til Suð- urlandsins á vertíðinni fiskuðu þar heima hjá sér allan tímann. Vorvertíðin var sömuleiðis mjög góð á Vesturlandi þangað til að kom fram í seinni hluta júnímánaðar að draga fór nijög úr afla, enda hættu þá ileslir veið- um, en slærri bátarnir fóru að búa sig undir síldveiðina. Al'tur á móti brást alveg sumaraflinn i Arnarfirði, en sá afli hefur að jafnaði verið undirstaða fyrir afkomu manna þar i byggðarlaginu, sömuleiðis var afli rýr bæði í Víkum og á Patreksfirði i}Trir smærri báta. en nokkuð betra í I álknafirði. þilskipin frá Vestfjörðum fiskuðu all- vel framan afsumrinu, einkum þó Bíldu- dalsskipin, aftur á móti gekk Dýrafjarð- arskipunum ver, einkum þegar á leið, enda voru þau í meira og minna manna- hraki. Það má gera ráð fyrir að þessi útgerð fari nú smátt og smátt að ganga úr sér á Vesturlandi, en þaðersá staður sem hún hefur verið lengst viðloðandi, en þegar fiskverðið er lágt eins og var a þessu sumri, þá getur hún ekki haldið velli með kaupgjald á móts við annan stórfelldari útveg, einkum á þeim stöð- Urn, sem fast kaupgjald er greitt, þó má sjá það á grein Kristjáns skipstjóra Árna- sonar frá Bíldudal, sem birtist hér á öðrum stað í blaðinu, að góðir fiski- menn muni hafa bærilega atvinnu enn þá á handfæraveiðum, þó að um hluta- skifti væri að ræða. Steinbitsafli var með minnsta móti á árinu, en hann hefur jafnan verið talin góð hlutabót, þegar vel hefur aflast af honum, einkum siðan að markaður fór að verða í Reykjavík fyrir þá vöru herta (steinbitsrikling). Smokkfiskur kom upp að Vesturland- inu i ágústmánuði og gekk norður með landinu, en lítið aflaðist af honum enda gekk hann ekkert inn á firðina, það er talist gæti, aftur á móti spillli hann mjög sildveiðum fyrir Norðurlandi, sem af þeim ástæðum hvarf mjög snemma. Að haustinu var fiskur lítið stundaður enda verðið svo lágt að útgerð gat ekki borið sig með þvi fyrir stærri báta, aftur á móti var dálítið af bátaafla sent með togurum til Englands og í desember- mánuðí fór Esja með farm af fiski í kössum frá Samvinnufélagi Ísíirðinga til Englands. Er vonandi að sú tilraun lukkist og geti það orðið byrjun til þess að tekn- ar verði upp fastar ferðir með ferskan fisk á enskan markað, en á þvi er hin mesta þörf, og einmitt mjög heppilegt að gera slíkar tilraunir frá Vesturlandi, sem bæði hefur góðar hafnir og marg- breytilegan fisk allt árið, sem er heppi- legur fyrir enskan markað. Norðlendingafjórðungur. Fyrsti ársfjórðungurinn var mjög rýr á Norðurlandi eins og vant er, enda var ótíð þar mikil og því óhagstætt til sjó- sóknar, þó virtist fiskur vera þar nokk- ur ef á sjó var farið. 1 febrúarmánuði var farið nokkrum sinnum á sjó úr Grímsey og aflaðist þá allvel af vænum

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.