Ægir - 01.01.1931, Page 13
ÆGI R
7
ferðir áður, en lítið aflað, loðna fór að
fást á Hornatirði snemma í marzmánuði
og íékkst oftast að öðru hvoru alla ver-
tiðina, en undir loðnuveiðinni hefur
Hornafjarðarfiski vanalega verið komið.
Það brá þó útaf í þetta sinn, því þó að
oftast væri nægileg beita og tíð væri ekki
óhagstæð i marzmánuði, þá var þó afli
tregur þar framan af vertíðinni og fram
til páska, en þá fóru flestir bátar þaðan
heirn til sín, og komu sumir ekki aflur
upp úr páskunum, en eflir páskana kom
þar ágætisafli, sem hélzt fram í maí og
aflaðist þá ágætlega á þeim tíma.
Framan af vertíðinni stunduðu31 bát-
ur veiðina frá Hornafirði, þar af 4heima-
bátar, en eftir páska gengu þaðan aðeins
20 bátar.
Á Fáskrúðsfirði var afli einnig tregur
fyrsta ársfjórðunginn, og var þó jafnan
oægileg og góð beita, þvísildfórað veið-
ast snemma í febrúar á Norðfirði og
^eyðisfirði og víðar á fjörðunum og var
seld tii beitu.
t’egar kom fram i aprílmánuð fór að
aflast ágætlega frá öllum fjörðunum, og
Var um tima meiri afli á Austfjörðuni
en áður hafði þekkst, enda var alltaf til
næg ný beita, því síld fékkst í kastnætur
a Seyðisfirði og var ílutt þaðan til hinna
verstöðvanna.
í verstöðvunum fyrir norðan Seyðis-
fjörð er yfirleitt ekki farið að stunda
fóðra, sem heitir fyr en kemur fram i
Júnímánuð, var afli þar allgóður yfir
snmarið, en að samtöldu þó nokkuð
ojinni en árið áður.
f'i'á Vopnafirði og Skálum var nokk-
uð flutt út af ferskupi fiski, ýsu, sem
færeyskir dragnótabátar sem voru að
veiðum þar keyptu, var þessi fiskur fluttur
01 Færeyja og lagður í kælihúsið íTveraa.
Samtals var aflinn á Austurlandi nokk-
uð meiri en árið á undan, enda voru
i
bátarnir fieiri, þegar tekið er tillit ti
bátafjöldans og þess togaraafla, sem lagð-
ur var þar i land af togurum frá Faxa-
flóa, má gera ráð fyrir að meðalafli á
bát sé þar nokkuð likur og árið áður.
Tafla I sýnir fiskaflann á öllu land-
inu og hvernig hann skiftist á milli veiði-
stöðva og veiðtækja að nokkru leyti.
Síldveiðin.
Síldveiðin geklc mjög vel á árinu. Um
28. janúar aflaðist töluvert af síld i lag-
net á Norðíirði og Seyðisfirði, og hélzt
sú veiði út febrúarmánuð, og við Suður-
landið fór sild að fiskast mjög snemma
eins og hér er áður tekið fram.
Snemma í júní fór að fiskast síld í
reknet út af Siglufirði og 100 tunnur af
síld fengust þar í snurpunót 2. júlí, enda
fór þá sild að aflast í snurpunót fjTÍr
öllu Norðurlandi, en sú síld fór öll í
bræðslu. 12. júlí er búið að afla af bræðslu-
sild um 40 þús. hl. og hefði getað verið
mikið meira, en verkfall, sem hófst við
Krossanesverksmiðjuna snemma í júlí,
og stóð til 10. s. m., að samningar kom-
ust á í Reykjavík hjá sáttasemjara ríkis-
ins, dróg mjög úr veiðinni, þar sem öll
skipin urðu að safnast saman um þær
fáu stöðvar, sem voru farnar að taka á
móti, en þær urðu fljótt yfirfullar og Rík-
isbræðslan ekki fullbúin, svo hún gat
heldur ekki farið að taka á móti. Það
má telja nokkurn veginn vist, að mjög
litil eða engin stöðvun hefði orðið á af-
greiðslu fiskiflotans, hefði þetta stopp
ekki komið í Krossanesi og skipin getað
dreyft sér jafnt á milli stöðvanna, því að
söltun á síld byrjaði almennt norðan-
lands um miðjan júlí, enda var sildin
strax óvenjulega feit, og þó að áta væri
nokkur í júlísíldinni, þá verkaðist hún
vel og hélt sér.