Ægir - 01.01.1931, Síða 19
ÆGI R
13
landi og var komið upp undir land,
þegar veðrið skall á. Annar togari, Garð-
ar frá Hafnarfirði, bættist við á árinu,
svo að tala skipanna er sú sama í lok
ársins og byrjun þess.
Það má telja til nýlundu á þess ári,
að tveir íslenzku togararnir Hannes ráð-
herra og Garðar fóru í ágústmánuði til
Bjarnareyjar á saltflsksveiðar. Fiskaði
Garðar allvel, en Hannes nokkru minna,
en hvorugur þeirra fór nema þá einu
ferð.
Veðrátta og ísalög.
Veðráttan hefur verið frekar erfið á
árinu. í ársbyrjun gerði storma og um-
hleypinga, sem stóðu fram yfir miðjan
febrúar og drógu mikið úr sjósókn og
afla, þegar kom fram í maí gekk í rign-
ingar og óþurka á Suðurlandi og hélzt
það úr því mestallt sumarið. Á miðjum
túnaslætti gekk í rigningar á Norður-
andi, sem hélzt úr því fram á haust.
Hey manna hröktust því mjög víða og
skemdust stórkostlega, fiskurinn stóð
viða mánuðum saman óhreyfður á stakk-
stæðunum, og orsakaði þetta víða skemdir
á honum auk þess sem það seinkaði
afskipun eins og áður er tekið fram, og
gerði fiskverkunina ertiða og kostnaðar-
sama. Vestfirðir voru eini staðurinn á
landinu, þar sem heyþurkun og fisk-
verkun gekk sæmilega. Um réttir lagðist
víða í storma og snjóa og fé varð að
taka allstaðar snemma á gjöf, dróg þetta
mjög úr heimafiski manna, sem viða er
stundað að haustinu, og varð því víða
Með minnsta móti.
AUt haustið fram til áramóta mátti
heita að væri einlæg ótíð með umhleyp-
ingum og áfreðum.
Snemma í marzmánuði varð vart við
hafís út af Straumnesi og um miðjan
mánuðinn sást hann frá Grimsey. Um
22. marz.var komið hrafl af ís inn fyrir
Reykjarfjörð. Síðast í mánuðinum var
hrafl af hafís komið inn á Patreksfjörð,
og um likt leyti var hann orðinn land-
fastur i Grímsey. Samgöngur tepptustþó
hvergi og flest skip héldu áfram ferðum
sínum, þó sneri Drottning Alexandrína
við á leið sinni 31. marz frá Siglufirði
til Reykjavikur og fór austur um land.
Isinn stóð stutt við og fór fljótlega
aftur, og varð hans ekki vart á grunn-
miðum síðar á árinu.
Aflabrögð og þátftaka í fiskiveiðum.
Taíla 5 sýnir hvernig saltfisksveiðin
skiftist á milli mánaða ársins, og hve
mikil er þátttaka skipa og manna við
þær á hverjum tíma árs. Þó hefur ekki
tekist ennþá að fá uppgefna mannatöla
eða báta í desembermánuði, en það er
aðallega á Vestfjörðum og Austurlandi,
sem fiskast hefur í þeim mánuði. Mest
hefur aflast i aprilmánuði rúm 111 þús.
skpd., en minnst í desember 2622 skpd.
Þátttakan hefur verið mest í maimánuði,
þá hafa 6359 menn stundað veiðarnar.
Að þvi er mannatöluna snertir, þá skal
það tekið fram, að aðeins þeir menn, er
fara á sjóinn eru taldir hér, en þeir
sem vinna að aðgerð aflans í landi, eru
ekki meðtaldir, þó að þeir i sumum
veiðistöðvum séu lögskráðir á bátana.
Ennfremur er það ekki útilokað, að sami
bátur geti í einstaka tilfelli verið tvílal-
inn, hafi hann í sama mánuði lagt upp
afla sinn í fleiri en einum landsíjórð-
ungi.
Skipastóll landsins.
Hann hefur aukist töluvert á árinu,
einkum eru það mótorbátar, um 20
smálestir að stærð, sem mest hefur verið
flutt inn af á árinu, sömuleiðis heldur
enn þá áfram fjölgun á trillubátum á