Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1931, Page 24

Ægir - 01.01.1931, Page 24
18 ÆGIR Fjórðungsþing fiskifélagsdeilda Norðurlands. 8. fjórðungsþing Fiskifélagsdeilda Norð- urlands var sett og haldið á Akureyri þann 12. desember 1930, kl. 11 f. h. Fiskiþing þetta var aukaþing, sem haldið var í tilefni af bréíi forseta Fiski- félags Islands dags. 23. sept. þ. á. Á þinginu voru mættir auk forseta Ivarls Nikulássonar: Fyrir Grenivikurdeild: Gunnar Þórðarson. — Akureyrardeild: Steindór Hjaltalin, Stefán Jónasson. — Árskógsstrandardeild: Sigurvin Edílonsson. — ólafsfjarðardeild: Þorvaldur Friðfinnsson. — Fiateyjardeild: Guðmundur Pétursson. — Húsavikurdeild: Þórður Eggertsson. — Raufarhafnardeild: Páll Halldórsson. — Hríseyjardeild: Páll Bergsson. Þá var: 1. Kosin kjörbréfanefnd og hlutu kosningu: Páll Bergsson, Steindór Hjalta- lín, og Páll Halldórsson. 2. Kosin dagskrárnefnd og voru í hana kosnir: Stefán Jónasson, Þórður Eggertsson, Þorvaldur Friðfinnsson. 3. Kosin nefnd til að athuga laga- hreytingar þær, er stjórn Fiskifélagsins hafði sent til umsagnar, og voru í hana kosnir: Guðmundur Pétursson, Páll Bergsson, Páll Halldórsson. 4. Erindreki Fiskifélagsins lagði fram skrá yfir fiskifélags-deildir Norðurlands með upptölu á formönnum þeirra og meðlimatölu deildanna. Þá var kl. 11,30 og var fundi frestað til kl. 4 s. d. IÍIukkan 4 var fundar aftur settur og mætti þá: Fyrir Dalvíkurdeild: Sveinbjörn Jóhannsson. 5. Kjörbréfanefnd bar fram tillögu um að kjörbréf allra fulltrúa frá deildunum væru tekin gild, og var tillagan samþykkt. 6. Þá var kosin þriggja mann fjárhags- nefnd. 1 hana voru kosnir: Stefán Jónas- son, Þorvaldur Friðíinnsson, Steindór Hjaltalín. 7. Þá komu vitamál til umræðu. Eftir nokkrar umræður voru þessar tillögur bornar upp: a) »Fjórðungsþingið ítrekar áskorun sína, frá síðasta þingi um að rann- sakað verði hið alla fyrsta vitastæði á Hrólfsskeri, eða Gjögri ef Hrólfs- sker reynist óhæft, og ennfremur að rannsökuð verði leiðin milli Málmeyjar og Þórðarhöfða. Tillaga þessi var samþykkt með samhljóða alkvæðum. b) »Fjórðungsþingið felur stjórn Fiski- félags íslands að skora á Alþingi að veita nægilegt fé, eða sjá um að fé fáist annars slaðar frá, til þess að byggður verðu öflugur viti með hljóðbendingartækjum á Strákum við Siglufjörð, er komið gæti i stað hljóðdufls þess á Helluboða, er áður hefir verið beðið um, en vitamála- stjóri telur siður tiltækilegt.« Tillaga þessi var einnig samþykkt. 8. Þá var síldareinkasölumálið tekið til umræðu. Eftir ítarlegar umræður voru þessar töllögur bornar upp: »Fundarmenn eru einróma sammála um það, að Síldareinkasala Islands hafi að engu leyti fullnægt þeim kröfum, sem menn hafa fullan rétt til að gera til

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.