Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1931, Page 26

Ægir - 01.01.1931, Page 26
20 ÆGI R eftir megni þau félög eða einstaldinga, sem kynnu að ráðast i slíkar fram- kvæmdir«. 13. Tryggingarsjóðir örvasa sjómanna. í því máli var þessi tillaga samþykkt. »Fjórðungsþingið beinir þeirrí málaleitun til allra verstöðva fjórðungsins, að þeir slofni hjá sér styrktarsjóði fyrir ellihruma sjómenn, er annars myndu neyðast til að leita á náðir sveitastjórnanna, og felur fulltrúunum að hrinda málinu í fram- kvæmd svo fljótt sem auðið er með til- styrk erindreka, að svo miklu leyti sem honum er unnt«. 14. Um fiskimat. Rætt var mjög itar- lega á ýmsa vegu um fiiskimat og kaup fiskimatsmanna, en engar ályktanir voru gerðar aðrar en eftirfarandi tillaga, sem samþykkt var. »Fjórðungsþingið ályktar að vísa þessu máli til væntanlegs sameiginlegs fundar, sem halda á í janúar eða febrúar n. k. af fulltrúum veiðistöðvanna«. Var þá fundi frestað til næsta dags. Þann 13. desember kl. 1 e. h. var þing- ið aftur sett og þá tekið fyrir: 15. Trygging fyrir sjóslysum : 1 því máli voru þessar tillögur samþykktar: a) »Fjórðungsþingið ályktar að fela fulltrúunum að beita sér fyrír stofn- un deilda í Slysavarnarfélagi Islands, hver í siuu byggðarlagi, þar sem þær eru ekki komnar á«. b) Fjórðungsþingið felur fulltrúum sín- um á fiskiþingi, að halda fram kröfu siðasta fjórðungsþings um lögboðið sundnám unglinga«. 16. Björgunarbátur á Húsavík. Fulltrúi Húsavíkurdeildar bar fram svohljóðandi tillögu: »Fjórðungsþingið mælir með styrk af Fiskifélagssjóði til að koma upp bát á Húsavík til öryggis við flutning manna milli skipa og lands, þegar viðkomandi verstöð hefir gert ákveðnar framkvæmdir í málinu«. Tillaga þessi var samþykkt. Fiskierindreki, Páll Halldórsson, gaf ítarlega skýrslu um fiskideildirnar í fjórð- unginum og um starfsemi sína i þágu félagsins og deildanna. 18. Fjármál. Nefnd sú, er kosin var til að gera fjárhagsáætlun lagði fram svo- hljóðandi áætlun: Áætlun um fjárhag fyrir fjórðungssam- band Norðlendingafjórðungs. T e k j u r : 1. Tillag frá Fiskifél. íslands kr. 1000.00 Gj ö1d: 1. Kostnaður við fjórðungsþing . kr. 240,00 2. Kostn. við sam- eiginl. deildar- fund ..........— 400.00 3. Kostn. við verk- legt námskeið á Húsavík .... — 200.00 5. Óviss útgjöld . — 260.00 ---------- kr. 1000.00 Áætlun þessi var samþykkt. 19. Lagafrumvarp fj'rir Fiskifé.lag ls- lands. Nefnd sú, er hafði til meðferðar athugun á frumvarpi til laga fyrir Fiski- félag íslands, lagði fram álit sitt og legg- ur til að frumvarp þetta verði samþykkt með eftirtöldum breytingum: 8. gr. orðist svo: »Fiskiþing skipa 20 menn og eiga þar atkvæðisrétt: a) 12 menn kosnir af fjórðungssam- böndum og af Fiskifélagsdeild Vest- mannaeyja. b) 3 menn kosnir af aðaldeild í Rvík. c) Erindrekar félagsins 3 og meðstjórn- endur 2«.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.