Ægir - 01.01.1931, Síða 28
ÆGIR
22
stafa míkið af þvi, hvað skipin hafa litl-
ar vélar, og ganga illa. Sem dæmi skal
jeg segja frá einni heimferð hjá okkur
sumarið 1929. Yið vorum að fiska aust-
ur af Hornbjargi; þegar við lögðuru af
stað heim, gerir vestanvind, ekki nógur
vindur til að slaga sig, en allt of mikinn
til að fara á móti með vél einni. 60 klt.
vorum við að komast heim.
Hæztur dráttur i ár var bjá Ásmundi
Jónassyni frá Reykjarfirði, 71V* skpd. og
Magnús V. Jónsson frá Lónseyri var lítið
eitt lægri. Þetta er það sem ég frekast
veit, mesti dráttur á þessum tíma. Ás-
mundur hefur nú í 4 sumur, sem hann
hefur verið með mér,dregið 2611/? skpd.
fullverkaðs fiskjar, eða fyrsta árið 62l/2
skpd., annað 6272, þriðja 65 og fjórða
7H/2 skpd. Fyrsta og fjórða sumarið héid-
um við úti í 4 mánuði en hin i 472
mánuð.
Um það hvar helzt er að leita fiskjar,
á ýmsum tíma sumarsins, hefur mér
virzt nokkuð á reiki, en þó er nokkuð
víst, að á vorin, í apríl og mai, er jafn-
aðarlegast bezt um fisk á svæðinu frá
því út af Kóp og á Látraröst, og svo
Breiðaflóanum. Sérstaklega hefur nú í 2
siðastliðin vor, verið mikill fiskur á Látra-
röst á 50 og 60 faðma dýpi og þar norð-
ur með djúpinu, síðast í april og fram
í seinni hluta maímánaðar. t*að virðist
helzt að hafa verið hrygningarsvæði.
I’arna hefur allur fiskur tvö undanfarin
ár verið af sömu stærð og fiskur fyrir
Suðurlandi á vetrum. F}Tst hefur verið
eingöngu hrygna, en siðar mest hæng-
ur; hrygnan hefur verið stærri en grennri,
hængurinn minni og feitari, svo það hef-
ur farið lík tala f skpd. af hvorutveggja.
Árið 1929, var þessi fiskur frá Látra-
röst og suður eftir, en varð helzt ekki
vart, eftir að kom norður á röstina, eða
þegar Skorin var gengin undir Látra-
bjarg, og beztur á 50 faðma dýpi, en
1930 var fiskur sömu tegundar norður
með Víkunum og út af Patreksfirði á 50
og 60 faðma dýpi. Þarna hefur verið svo
mikið af fiski á þessum tíma, að það
hefur verið sama hvernig veður hefur
verið, að eins að hægt hafi verið að
koma færunum í botninn, en ekki hefur
fiskur fengist uppi i sjó svo að neinu
nemi. Þetta hefur varað 3—4 vikur, en
tregara síðustu vikuna, en svo hverfur
fiskurinn alveg; sennilega fer hann þá
út i hafdjúpið, eða leggst og sinnir ekki
færunum.
Á eftir er fiskitregt, vanalega 2—3 vik-
ur, og það virðist fara saman fyrir öll-
um Vestfjörðum.
Um mánaðamótin júní og júli, glæðist
oft fiskur aftur, en það er önnur tegund
af fiski, miklu smærri fiskur, og er þá
oft gott að vera i misdýpunum fyrir
vestan djúpálinn, meðan sild gengur þar
yfir. Aftur á móti virðist Barðagrunnið
vera alveg að bregðast fyrir handfæra-
veiðar, sem fyrir nokkrum árum var
ein bezta fiskistöðin okkar, en nú höfum
við ekki fengið fisk á því í nokkur ár,
þrátt fyrir margar tilraunir, sem senni-
lega stafar af lóðaveiðaskipum og togur-
um, sem fjölmenna þar, mestan hluta
ársins.
Eins og ég gat um fyrst í greininni,
er bezt um fisk fyrir austan, seinni part
sumra, ágætt i júlí en tregara i ágúst-
mánuði, en þá er meiri fiskur inn á
Húnaflóa, ef hægt er að komast þangað,
því þangað gengur öll síld og síldaráta.
í desember 1930.
Krislján Arnason.