Ægir - 01.01.1931, Qupperneq 29
ÆGIR
23
t
Hannes Hafliðason
fyrv. skipstjóri, andaðist að morgni hins
21. janúar, eftir skamma legu.
Hann var fæddur hinn 19. júlí 1855
og var því rúmra 75 ára gamall erhann
lézt.
Hann var formaður skipstjórafélagsins
»Aldan« í fjöldamörg ár og í 8 ár var
hann formaður Fiskifélags Islands. Auk
þessa gengdi hann mörgum trúnaðar-
störfum í hæjarfélaginu var t. d. próf-
dómari við Stýrimannaskólann framundir
20 ár og bæjarfulltrúi. I 7. hefti »Ægis«
1925, er hinns látna minnzt er hann var
7o ára og þar lýst nokkuð ítarlega störf-
um hans, meðan hann var formaður
Fiskifélags íslands, svo þvi er sleppt
hér.
Heiðursfélagi Fiskifélagsins varð Hann-
es snemma á árinu 1926.
Fiskifélag íslands.
Yið áramót síðustu tóku til starfa hjá
Fiskifélaginu, þeir:
Árni Friðriksson fiskifræðingur og Þor-
steinn Loftsson vélfræðingur.
Eins og áður er getið, voru sérfræð-
ingum þessum veittar hinar auglýstu
stöður, sem síðasta Fiskiþing fyrirskip-
aði að stofna. 1 næsta tbl. munu hinir
nýju starfsmenn gefa yfirlit yfir væntan-
legt starfssvið sitt, þar sem rúm er ekki
í þessu tbl.
Vélfræðingur Þorsteinn Loftsson síglir
til útlanda hinn 29. janúar, til að athuga
mótorvélar o. fl. á vélfræðilegu sviði.
Væntanlega verður hann um tveggja
mánaða tima i þeirri ferð.
Togari strandar við Vestm.eyjar.
Kemst aftur á flot með flóðinu.
Kl. um 1 aðfaranótt 27. þ. m., var
Stefán Gíslason bóndi við Stórhöfða í
Vestmannaeyjum þess var, aðskip strand-
ar á flúð norðan við höfðann. Var af-
taka austanveður, svo að varla var stætt
úti. Stefán sendi strax tvo sonu sina til
bæjarins, til að gera Björgunarfélagi Vest-
mannaeyja aðvart. Þeim tókst að komast
í bæinn í ofviðrínu og vöktu framkvæmda-
stjóra Björgunarfélagsins, Georg Gíslason
kaupmann, Hann brá skjótt við og reyndi
að ná sambandi við óðinn, sem lá við
Eiðið. Tókst honum að ná sambandi við
hann með Ijósmerkjum. Óðinn hélt
þegar á strandstaðinn.
Fór Georg því næst, ásamt Jóhanni
Jósefssyni alþm., Sveini Sigurhanssyni og
þýzkum skipstjóra, er staddur var í Eyj-
um, út að Stórhöfða. Þegarþangað kom,
tjáði Stefán þeim, að skipið myndi komið
af skerinu; en það sendi stöðugt frá sér
neyðarmerki. Voru skip þá komin á
strandstaðinn, þ. á. m. óðinn. Næsta
kvöld kom skeyti frá Óðni og sagði þar^
að togarinn myndi lítið lekur og að hann
gæti komist i höfn, þegar slotaði veðrinu.
Frá Vestmannaeyjum.
Óðinn tók tvo þýzka botnvörpunga
austur með Söndum s5/i að landhelg-
isveiðum, I. H. Wilhelm frá Gestemúnde
og Margarethe frá Gestemúnde. Skip-
stjórarnir voru báðir sektaðir áður fyrir
landhelgisbrot. Béttarhöld byrja ST/».