Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1933, Qupperneq 9

Ægir - 01.02.1933, Qupperneq 9
ÆGIR 5Í af þessu fé ávisun, sem Fiskisölusam- lagið i Reykjavik muni senda fyrir ákveð- inn dag, ásamt farmskírteinum fyrir 500 lestir af fyrsta og annars flokks línuveidd- um stórfiski frá Austur- og Norðurlandi, matsvottorðum, vátryggingarskirteinum og öðrum skilríkjum, sem um hefir sam- ist, að seljandinn sendi. Afsalarhann sér öllum rétti til að ráðstafa þessu fé öðru- vísi, þangað til dagur sá sem tiltekinn er, er liðinn, svo útflytjandinn á íslandi sé f^yggur gegn því, að hann kunni að sjá sig um hönd áður en farmskjöl eru kom- in til London og hætt við allt saman. Símar Barclays banki síðan viðskifta- banka sínum í Reykjavík, að N. N. í Barcelona, hafi »opnað óafturkallanlega kredit til handa Union í Reyjavik að upphæð segjum £ 15.000 til 20. næsta mánaðar, gegn framvísun gagna þeirra, er ákveðin eru í kaupsamningi, og sím- skeytið telur upp. Regar þetta skeyti er komið, er útflytjandinn tryggur um að peningarnir verði greiddir, og getur sent skipið af stað strax og búið er að setja í það farminn. Þegar vörum er skipað út gefur skíp- stjórinn, eða umboðsmaður hans kvittun fyrir farminum, sem heita farmskírteini, og má hann ekki afhenda farminn nema hann fái farmskirteinin aftur. Eru þau þvi trygging fyrir, að farmurinn sé í skip- inu, og getur sá sem hefur þau í sínum vörzlum ráðstafað farminum. Bankmn á Islandi getur því greitt umsamið verð fyrir farminn, gegn þvi að fá í sínar hendur farmskjölin og einnig opnað kreditina áfram^il útbús síns, gegn því að útbúið fái farmskjöl öll. Getur það því ef svo ber undir sent þau beint til London, en venju- lega sendir það þau til aðalbankans í Reykjavik. Þar eru skjölin tekin saman, stundum gefur skipstjóri heildarkvittun fyrir farminum og gerir það viðskiptin óbrotnari en ef verið er með sitt farm- skirteinið fyrir hverja höín, og síðan eru öll umsamin skjöl sett í póst, til við- skiptabanka okkar í London, sem venju- lega er Hambros Bank. Sendir hann þeg- ar sendil sinn, sem er í gullbryddum frakka og með pípuhatt, til Barclays- banka með öll skjölin. Þar eru þau skoð- uð og borin saman við fyrirmæli þau, sem bankinn fékk frá Spáni þegar pen- ingarnir voru lagðir inn, því ef nokkru skakkar, verður hann að fá leyfi til að leysa slik skjöl inn, frá Spáni. Allt slíkt tekur tíma og er ekki að vita nema kre- ditin renni út á meðan beðið er eftír svari. Verður þá að opna nýja kredit og kostar allt slíkt bæði tíma og peninga, Eru það því öruggustu starfsmenn bank- anna heima, sem sjá um þessar kreditir enda ganga þær venjulega eins og í sögu. Þegar búið er sannfæra sig um að allt í lagi, greiðir Barclaysbanki andvirði farmsins til Hambrosbanka, en hann leggur það aftur inn á réikning þess þess banka, sem sendi honum skjölin, og lagði út í bili, peninga þá er fram- leiðendur fengu. Er farmurinn því að fullu greiddur, meðan hann er á leiðinni og er hann sjaldan kominn lengra en suður fyrir írland. Eru farmskjölin síð- an send til bankans eða inntlytjandans í Barcelona, og liggja tilbúin þegar skipið kemur þangað. Hefur innflytjandinn venjulega samið við hóp verkamanna um uppskipun. Eru þeir mjög nákvæmlega skipulagðir og er t. d. félagi hafnarverkamanna skipt í deildir og vinnur sérstök deild að upp- skipun á öllum saltfiski, er hingað kem- ur (Agrupacion de pesca salada de los obreros de la muella). Eru í henni rúm- lega 50 manns og mikið atvinnuleysi, því sjaldan er not fyrir nema 20 og þá ekki nema fáa daga í einu. En sá semersér-

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.