Ægir - 01.02.1933, Page 10
52
ÆGIR
fræðingur í saltfisksuppskipun, fær ekki
að vinna að neinni annari uppskipun.
né annari vinnu, nema eitthvert annað
verkalýðsfélag telji þess þörf. Þessir menn
eru hamhleypur við vinnu, enda hafa
þeir hærra kaup en verkamenn annars-
staðar á Spáni. Venjulega skipaþeirupp
200 lestum á dag, eða 4000 vættum, úr
hverri lest skipsins, en dagur telst að
lögum 8 vinnustundir. Meðan fiskur kom
laus í skipi tók þessi vinna þrisvar sinn-
um lengri tíma, og var verkamönnum
þvf ekki vel við þá ráðstöfun okkar að
senda hann allan í pökkum.
Venjulega liggja skipin i fríhöfninni
og stendur kælihúsið á hafnarbakkanum,
svo ekki þarf að flytja fiskinn nema fáa
faðma að lyftu þeirri, sem flytur fiskinn
upp á loft í kælihúsinu. Er lyftan band,
sem gengur í sífellu og slengir hver verka-
maður sínum poka á bandið, en annar
flokkur tekur við uppi og ber hann á
sinn stað í húsinu. Trueba y Pardo, sem
ekki nota kælihús hafnarinnar, flytja þó
sinn fisk á hestvögnum til kælihússsíns,
og þá daga setur saltfiskurinn svip á alla
umferðina niður við höfnina, enda er
saltfiskurinn einhver stærsti matvöru-
flokkurinn, sem inn er flutturtil Spánar.
1 þessu kælihúsum er fiskurinn venju-
lega geymdur við kulda en ekki frost
(3—7 stiga hita C.), allan þann tíma,
sem hann er í Barcelóna. Eru að eíns
5—10 pakkar af hverju hornmerki hafð-
ir í pakkhúsunum við skrifstofur inn-
flytjendanna, til að geta sýnt kaupend-
um hann. Hafa fæstir innflytjendanna
svo mikið rúm í kælihúsunum, að þeir
geti haldið hverju hornmerki alveg að-
skyldu, en reyna þó að gera það eftir
föngum, til að geta selt samstæðan fisk.
Þegar skip hefur komið með farm til
einhvers innflytjanda, sendir hann venju-
lega út prentuð bréf til allra væntanlegra
viðskiptavina sinna, til að segja þeim frá
farminum. Koma kaupendurnir siðan til
að líta á fiskinn, og sýnir seljandinn þá
sjaldnast önnur merki en þau sem eru
við hans hæfi. Kaupendur frá Barcelona
vilja sem minnst þurkaðan fisk (V2 eða
®/í verkaðan) og sem stærstan og hvít-
astan, en setur minna fyrir sig verðið.
Gerona og Leridamenn vilja 7/s vcrkað-
an fisk, en stóran og hvítan, en annars-
staðar vilja menn helzt fisk, sem hefur
þessa kosti, en þó sem ódýrastan. Þó
hefur eftirspurn eftir góðum fiski aukist
mikið í ár, einmitt frá fátækari þorpun-
um hér í Kataloniu, vegna þess hve ár-
ferði hefur verið gott, en hér skilja menn
það við gott árferði að kalt sé og rign-
ingasamt. Á síðastliðnu ári rigndi rúm-
lega tvisvar sinnum meira en í meðal-
ári, og var það mikil blessun. Eru því
peningar meðal bænda og annara, svo
menn geta verið vandlátari en ella.
Pegar kaupandinn hefur séð nægju
sina, kaupir hann vissa pakkatölu af
þeim merkjum, sem honum líst bezt á.
Verðmunur er sjaldan mikill á fyrsta
flokks flski. heldur láta innflytjendur þau
merkin, sem bezt eru til viðskiptavina,
sem þeir vilja hygla. Nú er vættin seld
á hér um bil 100 peseta. t*etta þýðir að
beztu mérkin eru seld á 102—104 peseta,
en allur fiskur* sem talist getur í meðal-
lagi á 100 peseta Fiskur sem lélegri er,
selst fyrir 96—98 peseta. Annars flokks
fiskur og smáfiskur (40—50 í pakka),
selst fyrir 92 peseta. Ef keypt er meira
en 20 vættir, eða ein lest, lækkar verðið
venjulega um 2 peseta, en sjaldan meira
þó mikið sé keypt.
Vegna þess að góðu merkin ganga
fljótt til þurðar, eru kaupmenn hér all
áhugasamir um að komast að sem fyrst
eftir skipakomu, til að sjá fiskinn. Kaupa
þeir þá það, sem þeir þurfa til all-langs