Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Stjórn Ungmennafélags Íslands ákvað á fundi sínum 20. janúar sl. að úthluta 13. Unglingalandsmóti UMFÍ til Ungmenna- sambands Borgarfjarðar. Unglingalands- mót hefur aldrei áður verið haldið í Borg- arnesi en Landsmót var haldið þar 1997. Á stjórnarfundi UMFÍ, sem haldinn var 5. desember sl., lá frammi bréf frá HSH um að mótið færi fram í Grundarfirði og Stykkishólmi. Stjórn UMFÍ féllst ekki á það og var ákveðið að auglýsa eftir nýjum mótshaldara. Því var leitað til sambands- aðila og þeim gefinn kostur á að taka að sér framkvæmd Unglingalandsmótsins 2010. Fimm aðilar sóttu um að halda mótið: Ungmennasamband Borgarfjarðar, UMSB, Ungmennasamband Vestur-Skaftafells- sýslu, USVS, Héraðssambandið Skarphéð- inn, HSK, Héraðssamband Þingeyinga, HSÞ, og Ungmennafélag Akureyrar, UFA, og Ungmennasamband Eyjafjarðar, UMSE, sem sóttu í sameiningu um að halda mótið. „Það var samdóma niðurstaða stjórnar UMFÍ að mótið yrði í Borgarnesi, m.a. vegna þess að mótið hefur aldrei áður verið haldið þar. Ennfremur er öll aðstaða 13. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Borgarnesi í sumar til fyrirmyndar í Borgarnesi. Við hlökkum mikið til að vinna með Borgnesingum að undirbúningi mótsins,“ sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Fyrsti fundur unglingalandsmóts- nefndar var haldinn þann í Borgarnesi 18. febrúar. Eftirtaldið fólk eru í unglinga- landsmótsnefndinni: Björn Bjarki Þor- Unglingalands- mótsnefnd 2010 ásamt fram- kvæmdastjóra mótsins. Á myndina vantar Garðar Svansson. steinsson, formaður, Veronika Sigurvins- dóttir, Guðmundur Sigurðsson, Ásdís Helga Bjarnadóttir, Álfheiður Marinós- dóttir, Friðrik Aspelund, Sæmundur Runólfsson, Helga Guðrún Guðjónsdóttir og Garðar Svansson. Framkvæmdastjóri mótsins er Ómar Bragi Stefánsson. Friðrik Aspelund, formaður UMSB: Mikill áhugi heimamanna „Við vorum afar kát með að fá að halda Unglingalandsmótið í sumar. Við erum í raun í sjöunda himni með þessa niður- stöðu. Það var mikill áhugi meðal heima- manna að fá mótið og eftir ákvörðun stjórnar UMFÍ lá beinast við að hefja undirbúninginn. Við höfum áður sótt um að halda mótið og því var mjög ánægju- legt að fá mótið núna,“ sagði Friðrik Aspelund, formaður Ungmennasam- bands Borgarfjarðar, eftir að niðurstaða stjórnar UMFÍ lá fyrir um hvar 13. Ungl- ingalandsmót UMFÍ yrði haldið í sumar. Friðrik sagði að öll aðstaða í Borgarnesi væri meira eða minna tilbúin og það þyrfti að ráðast í litlar framkvæmdir. „Fjárútlát sveitarfélagsins verða lítil,“ sagði Friðrik. „Okkur var ekki til setunnar boðið þeg- ar ákvörðun lá fyrir og við hófum undir- búning fyrir mótið af fullum krafti. Það eru spennandi tímar fram undan,” sagði Friðrik Aspelund. www.ellingsen.is COLUMBIA FÆST Í ELLINGS EN 34.990 kr. DASKA PASS Herraskór REYKJAVÍK Fiskislóð 1 Sími 580 8500 AKUREYRI Tryggvabraut 1–3 Sími 460 3630 34.990 kr. DASKA PASS Dömuskór

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.