Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 20
20 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Námskeiðið Sýndu hvað í þér býr fór á nýju af stað eftir áramótin og hafa nú þegar verið haldin nokkur námskeið við góðar undirtektir. Námskeið var haldið á Vopnafirði 11. febrúar sl. og fór það fram í safnaðar- heimili kirkjunnar. Þátttakendur, sem voru átján, á aldrinum 14 til 50 ára, voru mjög áhugasamir og unnu vel saman. Undirbúningur á námskeiðinu var í höndum Þórunnar Egilsdóttur hjá Þekk- ingarmiðstöð Austurlands og Stefán Más Gunnlaugssonar sóknarprests og var allur aðbúnaður til fyrirmyndar. Að sögn Guðrúnar Snorradóttur, lands- fulltrúa UMFÍ og leiðbeinanda á nám- skeiðinu, var gaman að koma og halda námskeiðið og finna jafnmikla gestrisni og jákvæðni eins og Vopnfirðingar sýndu námskeiðshaldara. Sömu sögu er að segja frá námskeiði sem haldið var í Vestmannaeyjum 23. febrúar sl. Þátttakendur voru 22 og tengdust allir félagsstarfinu í bænum. Þátttakendur komu frá nemendaráði, unglingaráði og ungmennaráði sem tengjast grunnskólanum, framhaldsskól- anum og félagsmiðstöðinni. Starfsmenn þessara ráða voru einnig á námskeiðinu. Mikil gleði og kraftur einkennir ungt fólk í Eyjum. Kynning á Flott án fíknar var fyrr um Námskeið í félagsmálafræðslu – Sýndu hvað í þér býr: Námskeiðin fara vel af stað og áhuginn mikill daginn fyrir 7. til 9. bekk og var mikill áhugi hjá þeim yngri að stofna klúbb. Ungmennafélag Íslands, Bændasam- tökin og Kvenfélagasamband Íslands bjóða félagsmönnum sínum félagsmála- fræðslu með námskeiðum um allt land undir yfirskriftinni „Sýndu hvað í þér býr“. Markmiðið með námskeiðunum er að efla starf aðildarfélaganna og þjálfa ein- staklinga til starfa. Þátttakendur fá þjálf- un í ræðumennsku og fundarsköpum. Námskeiðin eru öllum opin og án þátt- tökugjalds. Þann 18. mars sl. var haldið námskeið í Hveragerði og þann 30. mars nk. verður námskeið haldið í Húnaveri. Skráning fer fram í síma 568 2929 eða gudrun@umfi.is. Mynd að ofan: Þátttakendur á námskeiði í Vest- mannaeyjum. Mynd að neðan: Þátttakendur á námskeiði í Vopnafirði.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.