Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2010, Page 24

Skinfaxi - 01.02.2010, Page 24
24 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Ungmennafélag Grindavíkur fagnaði 75 ára afmæli sínu þann 3. febrúar sl. Haldið var upp á afmælið með stærsta afmælishófi í sögu Grindavíkur. Rúmlega 400 manns mættu í sannkallaða þorra- og afmælishátíð UMFG þar sem var glatt á hjalla. Afmælishátíðin tókst í alla staði ljómandi vel undir röggsamri stjórn veislustjórans skemmtilega, Freys Eyjólfs- sonar. Búið var að gera íþróttahúsið að glæsi- legum veislusal þar sem knattspyrnu- og körfuknattleiksdeildir félagsins tóku sig saman um að halda afmælið og lá ómæld sjálfboðavinna þar á bak við. Gunnlaugur Hreinsson, formaður UMFG, veitti viður- kenningar. Sex einstaklingar fengu silfur- merki UMFG og sjö fengu gullmerki félags- ins. Þá fengu traustir bakhjarlar félagsins í gegnum tíðina viðurkenningu UMFG. Tveir voru gerðir að heiðursfélögum UMFG, þeir Halldór Ingvason og Jón Leósson. Glæsilegt afmælishóf hjá Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri færði UMFG afmæliskveðjur frá Grindavíkurbæ og afhenti 250.000 kr. að gjöf frá bænum til forvarnamála, en UMFG hefur nýlega stofnað forvarnasjóð. Helga G. Guðjóns- dóttir, formaður UMFÍ, færði UMFG afmæliskveðju Ungmennafélags Íslands. Skemmtiatriðin voru flest hver heima- gerð og þau voru hvert öðru betra. Stiga- menn tóku lagið með sínum hætti og fluttu m.a. nýja útgáfu af Gestalistanum. Sæbjörg Vilmundsdóttir og Birna Óla- dóttir fluttu bæjarbrag eftir Dædu með sínu nefi, en bæði þessi atriði voru á heimsmælikvarða. Þá sýndu stelpurnar á leikskólanum Laut á sér glænýja hlið með afar skemmtilegu söngatriði í anda ABBA og tenórarnir tveir, Davíð og Stefán, tóku lagið. Það var svo hljómsveitin Í svörtum fötum sem lék fyrir dansi fram eftir nóttu. Þar sem hátíðin þóttist takast með ein- dæmum vel er stefnt að því að gera risa- þorrablót UMFG að árlegum viðburði.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.