Skinfaxi - 01.02.2010, Síða 29
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 29
Úr hreyfingunni
100 ára afmælisþing HSK í Þingborg:
Guðríður Aadnegard kjörin formaður HSK
Á héraðsþingi HSK, sem
haldið var í Þingborg 13.
febrúar sl., var Guðríður
Aadnegard kosin formaður
HSK. Er hún fyrsta konan til
að gegna þessu embætti í
100 ára sögu HSK. Gísli Páll
Pálsson, sem verið hefur formaður frá
2003, gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
„Starfið leggst vel í mig, en það er alveg
ljóst að það fer enginn í sporin hans Gísla
Páls. Ég er viss um að stjórnin mun vinna
vel saman og álaginu verður dreift á fleiri
í stjórninni. Það er blómlegt íþrótta- og
menningarlíf innan héraðssambandsins
og gott fólk sem gaman verður að vinna
með. Það er mikil virkni í öllu starfi hér á
svæðinu,“ sagði Guðríður Aadnegard, ný-
kjörinn formaður HSK, í samtali við Skin-
faxa.
Um 100 manns sóttu þingið sem tókst í
alla staði mjög vel, enda móttökur heima-
manna frábærar. Þingið var jafnframt 100
ára afmælisþing, en HSK var stofnað í
Hjálmholti 14. maí árið 1910.
Á þinginu var gefin út glæsileg 88 blað-
síðna ársskýrsla um starfsemi héraðssam-
bandsins á liðnu ári, skreytt með 130
myndum. Í skýrslunni kemur fram að
starfið var þróttmikið, bæði innan HSK
og aðildarfélaga þess.
Helga G. Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ,
og Örn Guðnason, ritari UMFÍ, veittu Guð-
mundi Kr. Jónssyni, fyrrverandi formanni
HSK, gullmerki UMFÍ og Helga S. Haralds-
syni, Umf. Selfoss, starfsmerki UMFÍ.
Miklar og góðar umræður fóru fram
í fjórum starfsnefndum þingsins. Fjöldi
tillagna varð til í nefndum, en alls var 31
tillaga samþykkt á þinginu.
Sigurður Sigurðarson, hestaíþróttamað-
ur úr Geysi, var kosinn Íþróttamaður HSK
árið 2009, en kjörið fór nú fram í 44. sinn.
Gísla Páli, fráfarandi formanni, voru
þökkuð frábær störf fyrir sambandið. Fékk
hann jafnframt mikið lof fyrir það sem
hann hefur áorkað fyrir ungmennafélags-
hreyfinguna.
Helga Fjóla Guðnadóttir úr Geysi gaf
ekki kost á sér til endurkjörs í varastjórn.
Stjórn HSK skipa: Guðríður Aadnegard,
formaður, Hansína Kristjánsdóttir, gjald-
keri, Bergur Guðmundsson, ritari, Ragnar
Sigurðsson, varaformaður og Fanney
Ólafsdóttir, meðstjórnandi. Varamenn
eru Helgi Kjartansson, Ásta Laufey Sig-
urðardóttir og Lára Bergljót Jónsdóttir.
Gísli Páll Pálsson,
fráfarandi for-
maður HSK,
ásamt Guðríði
Aadnegard, ný-
kjörnum for-
manni.
Valgerður Auðunsdóttir, Karl Gunnlaugs-
son, Jóhannes Sigmundsson og Hafsteinn
Þorvaldsson fengu gullmerki HSK, en það
var afhent var í fyrsta skipti á þinginu.
Til hægri: Sigurður Sigurðarson, íþrótta-
maður HSK 2009.
Gísli Páll ásamt fulltrúum þeirra félaga
sem fengu viðurkenningar fyrir foreldra-
starf, unglingastarf og stigahæsta félag
innan HSK 2009.
Sigurður Sigurðarson, Hestamanna-
félaginu Sleipni, var kjörinn íþrótta-
maður HSK 2009.