Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.02.2010, Blaðsíða 30
30 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Úr hreyfingunni Ársþing USAH á Blönduósi: Góð starfsemi innan félaga í USAH Ársþing USAH var haldið 13. febrúar sl. á Blönduósi. Góð mæting var á þingið frá félögum innan sambandsins. Á þinginu voru á dagskrá hefðbundin aðalfundar- störf; skýrsla stjórnar, reikningar sam- bandsins og samþykktar tillögur vegna næsta starfsárs. Gestir frá UMFÍ voru Haraldur Þór Jóhannsson, varastjórnarmaður, og Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ. UMFÍ veitti þeim Jóhanni Guðmunds- syni, Unnari Agnarssyni, Páli Ingþóri Krist- inssyni og Magnúsi B. Jónssyni starfsmerki UMFÍ fyrir störf þeirra, en þeir hafa setið í ritnefnd Húnavöku í kringum 30 ár ásamt Ingibergi Guðmundsyni, en hann hafði fengið starfsmerki áður. Húnavaka er héraðsrit sem USAH gefur út. Í vor kemur út 50. árgangur af Húnavökuritinu. Mikil og góð starfsemi er innan félaga USAH. Til vinstri að ofan: Haraldur Þór Jóhanns- son, varastjórnarmaður UMFÍ, lengst til vinstri, og Aðalbjörg Valdimarsdóttir, formaður USAH, ásamt þremur af fjórum sem fengu starfsmerki UMFÍ. Til hægri að ofan: Nýkjörin stjórn USAH. Til vinstri: Stefán Hafsteinsson, íþrótta- maður USAH, ásamt Ingibjörgu Valdimarsdóttur, formanni USAH. Íþróttamaður USAH 2009 var kjörinn Stefán Hafsteinsson, en hann hefur stað- ið sig frábærlega í fótbolta, þótt ungur sé. Jófríður Jónsdóttir hætti í stjórn USAH, en í hennar stað kom Greta Björg Lárus- dóttir. Í stjórn USAH eru nú: Aðalbjörg Valdimarsdóttir, formaður, Greta Björg Lárusdóttir, varaformaður, Þórhalla Guð- bjartsdóttir, gjaldkeri, Sigrún Líndal, ritari, og Guðrún Sigurjónsdóttir, meðstjórn- andi. Þing UDN haldið í Tjarnarlundi: Finnbogi endurkjörinn formaður UDN Þing UDN var haldið að Tjarnarlundi 16. mars sl. UDN bauð nágrönnum sínum, HSH, UMSB og HSS, að sitja þingið. Þingið var ágætlega sótt. Góður rekstur er hjá UDN og var sambandið rekið með hagnaði. Stjórn UDN lagði til að starfsmaður yrði hjá sambandinu allt árið en núna er ein- ungis starfsmaður hluta úr ári. Góðar umræður voru um hlutverk UDN, starfs- manns UDN og hlutverk sambandsaðila. Samþykkt var að fela stjórn að endur- skoða lög sambandsins og lottóreglugerð og leggja fyrir næsta sambandsþing. Garðar Svansson frá UMFÍ og HSH flutti kveðjur frá, formanni og stjórn UMFÍ, og sagði frá því helsta sem er að gerast hjá samtökunum. Guðmundur Sigurðsson og Kristján Guðmundsson frá UMSB greindu frá því helsta sem er að gerast í undirbúningi Frá þingi UDN í Tjarnarlundi. vegna Unglingalandsmóts 2010 sem haldið verður í Borgarnesi. Finnbogi Harðarson var endurkjörinn formaður. Herdís Reynisdóttir var kjörin í stjórn fyrir Herdísi Ernu Matthíasdóttir sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Aðrir í stjórn eru Svanborg Guðbjörnsdóttir, Eygló Kristjánsdóttir og Baldur Gíslason. „Starfsemin hjá okkur er með svipuðum hætti og áður. Íþróttastarf er meira á vorin og sumrin og nú fer að styttast í að það fari á fulla ferð. Samt sem áður er mikið að gerast hjá börnum og unglingum hér á sambandssvæðinu á veturna. Við getum ekki annað en verið bjartsýn á framhald- ið hjá okkur,“ sagði Finnbogi Harðarson, formaður UDN.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.