Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.2010, Page 10

Skinfaxi - 01.05.2010, Page 10
10 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Unglingalandsmót Borgarnesi: „Það gengur allt samkvæmt áætlun. Það er góður hugur í fólki og jákvæður tónn í fólki alls staðar þar sem maður kemur. Við hlökkum mikið til að takast á við þetta stóra verkefni. Við erum með hörkuhóp í undirbúningnum, en unglingalandsmóts- nefndin er samansett af duglegu fólki hér af svæðinu og eins frá UMFÍ. Við njótum góðs af þeirri reynslu sem UMFÍ býr yfir í þessum málum,“ sagði Björn Bjarki Þor- steinsson, formaður unglingalandsmóts- nefndar fyrir mótið í Borgarnesi, í spjalli við Skinfaxa. Björn Bjarki sagði að ekki þyrfti að ráð- ast í neinar framkvæmdir fyrir mótið sjálft. Hann sagði mótshaldara búa að þeim mannvirkjum sem byggð voru fyrir Lands- mótið 1997. „Við þurfum reyndar að útbúa mótor- krossbraut og höfum velt því fyrir okkur hvar við ættum að finna henni stað. Við höfum fundið lendingu í þeim efnum og þetta er í raun stærsta einstaka fram- kvæmdin sem við þurfum að ráðast í fyrir mótið. Tjaldstæðin eru til staðar, en við þurfum að snyrta þau og gera klár fyrir Björn Bjarki Þorsteinsson, formaður unglingalandsmót snefndar: Mótin hafa skapað sér afar jákvæða ímynd mótið. Skammur undirbúningur hefur ekkert truflað okkur og við erum staðráð- in í að halda gott mót. Allar aðstæður eru til fyrirmyndar svo að okkur er ekkert að vanbúnaði,“ sagði Björn Bjarki. Aðspurður hvort eitthvað hefði komið honum á óvart í undirbúningnum sagði Björn Bjarki að hann gerði sér alltaf betur grein fyrir hvað þetta væri í rauninni stórt og spennandi verkefni. Hann sagði fjölda þátttakenda hafa verið að aukast ár frá ári sem sýni hvað mótið hefur jákvæða ásýnd. Björn Bjarki sagði að um stórmót væri að ræða og mun stærra en margur gerir sér grein fyrir. „Það er mikill hugur í Borgfirðingum yfir höfuð og íbúum Borgarbyggðar. Við fáum eingöngu jákvæð viðbrögð við því að við skyldum ráðast í að taka þetta verk- efni að okkur. Þetta gefur okkur bara víta- mínsprautu, bæði hvað varðar að snyrta bæinn okkar og ekki síst íþróttahreyfing- unni hér á svæðinu. Við erum að taka að okkur stórt og ögrandi verkefni sem verð- ur ekkert annað en veganesti til framtíð- ar,“ sagði Björn Bjarki. – Hvað er Unglingalandsmótið í huga þínum? „Unglingalandsmót er fyrst og síðast fjölskylduhátíð sem hefur verið fundin þessi skemmtilega tímasetning, um verslunarmannahelgi. Mótin eru afar jákvæð, bæði fyrir íþróttalíf almennt og í því að sameina fjölskylduna í íþróttaþátt- töku barnanna. Í mínum huga hafa Ungl- ingalandsmótin skapað sér afar jákvæða ímynd.“ Björn Bjarki sagðist líta á Unglinga- landsmótið sem góða kynningu. „Ef vel tekst til fara gestir héðan með jákvæðar minningar um Borgarnes og Borgarbyggð. Við erum tilbúin að taka á móti stórum hópi fólks og bregðumst við þeim fjölda sem kemur. Í Skagafjörðinn mættu í fyrra á bilinu 10–12 þúsund og ég vona svo sannarlega að jafnstór hópur sæki okkur heim um verslunarmanna- helgina. Við eigum fyrir höndum skemmti- lega helgi og ég ætla að vona að kepp- endur og aðrir njóti þess svo innilega,“ sagði Björn Bjarki Þorsteinsson, formaður unglingalandsmótsnefndar í Borgarnesi. Við erum að taka að okkur stórt og ögr- andi verkefni sem verður ekkert annað en veganesti til framtíðar

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.