Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2010, Síða 12

Skinfaxi - 01.05.2010, Síða 12
12 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Unglingalandsmót Borgarnesi: Indriði Jósafatsson, íþrótt a- og æskulýðsfulltrúi Borgarbygg ðar: Allir eru samstíga í þessu verkefni Indriði Jósafatsson er íþrótta- og æskulýðsfulltrúi í Borgarbyggð og af því leiðir að hann er forstöðu- maður mannvirkja sveitar félagsins sem tengjast íþrótta- og æskulýðsmálum. Indriði segir allan undirbúning fyrir mótið hafa gengið samkvæmt áætlun og hefur verið unnið að því að gera íþróttamannvirkin klár fyrir mótið. „Við fórum strax í mikla viðhaldsvinnu á mannvirkjum sem eru til staðar í bæn- um. Inngangur í sundlaugina og böð hafa verið tekin í gegn. Ennfremur hafa stúkubekkirnir í íþróttahúsinu verið slíp- aðir og merkingar á íþróttavellinum hafa verið skerptar. Við ætlum að koma vellin- um í flott ástand fyrir þetta mót. Við feng- um sérstakan styrk í formi atvinnuátaks á vallarsvæðinu og nýtum okkur þetta átak með því að láta fleiri hendur koma að því verki,“ sagði Indriði. Indriði sagði unnið að því hörðum höndum að ljúka hinum og þessum verk- efnum en að mörgu væri að hyggja. „Aðalmálið er að hér verði fallegur bær og allir verði gestrisnir og að allir verði búnir að vinna heimavinnuna sína áður en landsmenn mæta á mótið. Það er mjög gaman og gefandi að standa í þessu. Allir eru samstíga um að taka þátt í þessu verkefni. Það er vonandi að um- ferðin eigi eftir að ganga vel í gegnum bæinn og að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir. Tjaldstæðamál eiga líka eftir að verða í góðu lagi. Íþróttamannvirkin voru gerð fyrir Landsmótið 1997 þannig að ekki hefur þurft að ráðast í stórar framkvæmdir fyrir Unglingalandsmótið. Það er fremur verið að laga og fínpússa. Við notum það sem fyrir er og lögum skipulagið að þeim aðstæðum sem fyrir eru. Þegar menn taka svona verkefni að sér með tiltölulega stuttum fyrirvara verður að spila úr því sem til er. Það er styrkur okkar hvað við erum vel sett hvað íþróttamannvirki áhrærir. Vegalengdir á milli staða eru stuttar sem er mjög góður kostur. Allir bæjarbúar eru fullir tilhlökkunar og við ætlum að taka vel á móti fólki,“ sagði Indriði Jósafatsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Borgar- byggðar, í samtali við Skinfaxa. Gleðilegtsumar Hafðu samband

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.