Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.2010, Qupperneq 20

Skinfaxi - 01.05.2010, Qupperneq 20
20 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Sveitarfélagið Borgarbyggð ekki síst hvað varðar Snorra Sturluson. Snorrastofa veitir ferðamönnum þjónustu og fræðslu. Ferðamóttakan hefur aðstöðu í tengibyggingu kirkj- unnar og Snorrastofu en þar er seldur aðgangur að sýningum, rekin minja- gripaverslun og veitt ýmis þjónusta við ferðamenn. Landnámssetrið Í Landnámssetri er boðið upp á margs konar afþreyingu og skemmtun auk þess sem á staðnum er góður veitinga- staður. Setrið er neðst í gamla hluta Borgarness, við sporð brúarinnar út í Brákarey. Það er í tveimur elstu húsum Borgarness og nýrri byggingu sem tengir þau saman. Þegar komið er úr Reykjavík er beygt til vinstri við gatnamótin á Brúar- torgi og ekið sem leið liggur í gegnum bæinn niður að Brákarsundi. Þegar komið er í Borgarnes að norðan er ekið beint áfram inn í bæinn og eftir nesinu endilöngu í átt að Brákarsundi. Setrið er þá á vinstri hönd. Landbúnaðarsafn Íslands að Hvanneyri Landbúnaðarsafn Íslands er opið reglu- lega mánuðina júní, júlí og ágúst, dag- lega kl. 12–17. Á öðrum tímum er safn- ið opið eftir þörfum. Upplýsingar í síma 844 7740; einnig má hafa sam- band við skiptiborð Landbúnaðar- háskólans, í síma 433 5000. Hópum er veitt leiðsögn um safnið, sé þess óskað. Einnig er boðið upp á stutta kynningu á Hvanneyrarstað og starfinu þar m.a. með heimsókn í Hvanneyrarkirkju, eina fallegustu kirkju landsins, og í Hvanneyrarfjósið, kennslu- og rannsóknafjós Landbún- aðarháskólans þar sem tugir afkom- enda norrænu víkingakúnna taka vel á móti gestum. Æskilegt er að panta slíka kynningu með fyrirvara. Fólkvangurinn Einkunnir Einkunnir eru sérkennilegur og falleg- ur staður vestast í Hamarslandi við Borgarnes. Árið 1951 samþykkti hreppsnefnd Borgarneshrepps að girða þar af nokkuð stóran reit til skóg- ræktar. Skógræktarfélagið Ösp var stofnað sem deild í Skógræktarfélagi Borgarfjarðar til að sinna þessu verk- efni. Undir merkjum þess var stunduð skógrækt í rúm tuttugu ár. Á síðari árum hefur sveitarfélagið séð um rekstur og framkvæmdir í Einkunnum og hefur verið unnið tals- vert þar til að gera svæðið að ákjós- anlegu útivistarsvæði. Skemmtilegar gönguleiðir Grábrók: Gengið er á Grábrók af bíla- stæðinu norðan hennar og liggur þangað greiðfær stígur. Leiðin er á köflum nokkuð brött. Af Grábrók er gott útsýni yfir Norðurárdal og fjalla- hringinn. Grábrók og næsta nágrenni er friðað svæði og mikilvægt að fylgja umgengisreglum þar. Jafnaskarðsskógur og Hreðavatn: Sunnan Bifrastar liggur akvegur merkt- ur „Hreðavatn“ fram hjá orlofshúsa- byggð og heim að bænum Hreða- vatni sem hefur verið aðsetur Vestur- landsdeildar Skógræktar ríkisins síðan 1985. Í Hreðavatni er bæði urriði og bleikja sem þykir hinn ágætasti mat- fiskur þótt ekki sé hann stór. Vegurinn liggur síðan í gegnum túnið sunnan bæjarins og vestur með vatninu og inn í skógræktarreit, Jafnaskarðsskóg, sem byrjað var að rækta árið 1940 er Skógræktin eignaðist þetta svæði. Þarna er að vaxa upp fallegur barrskóg- ur sem fellur vel að umhverfi sínu. Mjög er víðsýnt af leiðinni frá Hreða- vatni og upp á hæðina vestan við það. Ef áfram er haldið yfir ásinn er komið niður að litlu vatni sem heitir Selvatn. Þarna er hægt að ganga vestan megin inn í skógræktargirðinguna og njóta stórkostlegs útsýnis yfir héraðið. Þegar haldið er áfram er akfært yfir Kiðá að bænum Jafnaskarði. Þaðan liggja gönguleiðir í ýmsar áttir. Fossinn Glanni og Norðurá: Skammt sunnan við Bifröst er afleggjari til aust- urs af þjóðvegi nr. 1. Þessi vegur end- ar á hringlaga bílastæði. Þaðan er örstuttur gangur að útsýnisstað á hamrabrún neðan við fossinn Glanna. Fólki með börn er sérstaklega bent á að sýna varúð á þessum stað. Göngu- stígurinn liggur áfram til suðurs frá Glanna og áfram niður með ánni. Skammt sunnar er komið að fallegri laut í hrauninu vestan vegarins. Hún nefnist Paradís eða Paradísarlaut. Í laut- inni er lítil tjörn sem aldrei leggur og í hana seytlar vatn undan hrauninu. Niður í þessa laut er greiðfær stígur með þrepum. Vegurinn, sem gengið er eftir frá Glanna að Paradísarlaut, er hluti af gömlu þjóðleiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar. Á þessari leið að Laxfossi og Munaðarnesi eru tvær vatnslitlar ár sem yfirleitt er auðvelt að stikla yfir. U.þ.b. tvo tíma tekur að ganga þessa leið. Í hraunjaðrinum skammt sunnan við Paradísarlaut sjást enn grjóthleðsl- ur í vegköntunum frá því vegur var fyrst lagður þar um. Grafarkotsfell og Litla-Skarðsfjall: Við Grafarkot skammt norðan orlofs- húsahverfa BSRB í Munaðarnesi og Stóru-Skógum er merkt bílastæði vest- an þjóðvegarins. Frá þessum stað er greiður gangur um leiguland Skóg- ræktarfélags Borgarfjarðar, norður með kjarri vöxnum ásnum allt upp í skarð ofan við bæinn Litla-Skarð. Norð- an skarðsins er Litla-Skarðsfjall en sunnan við skarðið er Grafarkotsfell. Af þeim báðum er gott útsýni. Frá þessum stað er einnig greið leið að Stapaseli. Þaðan má velja að ganga til suðurs að Stóru-Skógum eða til norð- urs, að Múlakoti og Jafnaskarði. Af Litla-Skarðsfjalli er stutt að suðurenda Hreðavatns. Stóru-Skógar: Frá Stóru-Skógum er gönguleið til norðurs fram hjá Hólma- vatni að eyðibýlinu Stapaseli og síðan áfram að Múlakoti. Þaðan liggur leiðin að Jafnaskarði og niður að Hreðavatni gegnum Jafnaskarðsskóg. Einnig má beygja til austurs hjá Stapaseli, fram hjá Litla-Skarði og koma á Vesturlands- veg við Grafarkot. Munaðarnes-orlofsbúðir: Frá orlofs- byggðum í Munaðarnesi er greið leið til norðurs meðfram Norðurá að Lax- fossi og Glanna. Leiðin kemur á Vest- urlandsveg við Grafarkot og einnig er leið að henni við veiðihúsið við Rjúpna- hæð gegnt Litla-Skarði og við afleggj- ara að Laxfossi. Athugið að gönguleið í landi Laxfoss verður ekki merkt með stikum vegna óska landeiganda. Gljúfurá: Við brúna á Gljúfurá eru fallegar gönguleiðir hvort sem gengið er upp eða niður með ánni. Einnig er leið um göngubrú á Gljúfurá um Sauð- húsaskóg að Múlakoti og þaðan eftir gönguleiðum sem hver vill. Fyrir þá sem vilja sækja á brattann er tilvalið að ganga t.d. á Hallarmúla en þaðan er einstakt útsýni yfir hérað- ið. Hægast er að ganga á hann að sunnanverðu. Á Vikrafell er oftast gengið frá Selvatni og tekur það u.þ.b. tvo tíma hvora leið. Á Hraunsnefsöxl má auðveldlega komast í norðurátt frá Grábrók og er það u.þ.b. tveggja tíma gangur hvora leið. Á Baulu er hægt að ganga frá ýms- um áttum en einna algengast mun þó að farið sé inn hjá Dalsmynni, upp Bjarnadal og þaðan að Baulu sunnan- verðri. U.þ.b. fjórar klst. tekur að ganga á fjallið. Þegar upp er komið opnast einstakt útsýni yfir Borgar- fjörðinn allan ef gott er veður. Baula er 934 metra yfir sjávarmáli. Allir þessi staðir eru í göngufjarlægð frá þjóðvegi 1, Vesturlandsvegi. Göngu- leiðakort liggja frammi yfir sumartím- ann á öllum helstu ferðamannastöð- um í héraðinu. Athyglisverðir staðir Innan Borgarbyggðar eru eftirtaldar byggðir, taldar frá vestri, sem fyrr sagði: Kolbeinsstaðahreppur, Hraunhreppur, Álftaneshreppur, Borgarhreppur, Borg- arnes, Norðurárdalur, Stafholtstungur, Þverárhlíð, Hvítársíða, Hálsasveit, Reyk- holtsdalur, Flókadalur, Lundarreykja- dalur, Bæjarsveit og Andakíll. Hér skal þess freistað að nefna nokkra athyglis- Gamla Hvítárbrúin hjá Ferjukoti (byggð 1928). Hafnarfjall séð af Borgarfjarðarbrúnni.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.