Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.2010, Side 23

Skinfaxi - 01.05.2010, Side 23
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 23 Ármúla 30 | 108 Reykjavík | Sími 560 1600 | www.borgun.is Borgun hefur sérhæft sig í öruggri greiðslumiðlun í 30 ár. Þekking okkar og reynsla nýtist viðskiptavinum á hverjum degi, allan sólarhringinn. Borgun býður: Allar gerðir posa á hagstæðum kjörum Öruggar lausnir fyrir vefverslanir Skilvirka leið við innheimtu boðgreiðslna Notendavæna þjónustuvefi Hafðu samband í 560 1600 eða borgun@borgun.is og fáðu tilboð í færsluhirðingu. tingi hreppsnefndar Borgarneshrepps í kringum 1930. Þegar fram í sótti hætti ungmennafélagið afskiptum af garð- inum og tók kvenfélagið alfarið við honum um 1938. Kvenfélagið sá um garðinn af mikl- um myndarskap í mörg ár og er hann nú fallegur skrúðgarður með stórum trjám og fjölbreyttu blómskrúði. Fyrir nokkrum árum afhenti kvenfélagið sveitarfélaginu garðinn til eignar og hefur sveitarfélagið séð um rekstur og framkvæmdir þar síðan. Í garðinum er haugur Skallagríms Kveldúlfssonar og listaverkið Óðins- hrafninn sem er eftir Ásmund Sveinsson. Borg á Mýrum Prestssetrið og kirkjustaðurinn Borg stendur við botn Borgarvogs, norðan og vestan Borgarness. Í kaþólskum sið var kirkja þar helguð Mikael erkiengli. Kirkjan, sem nú stendur, var reist 1880 en kirkja hefur staðið að Borg frá árinu 1003. Útkirkjur eru á Álftanesi og á Ökrum. Skalla-Grímur Kveldúlfsson nam Borgarfjörð og byggði sér bæ að Borg. Hann rak bú víðar um héraðið um sína daga. Egill sonur hans tók við búi föður síns. Hann var garpur mikill, fastheldinn á fé og skáld gott. Konung- ar og höfðingjar erlendis fengu að finna fyrir víkingseðli hans því að hann var tiltölulega friðsamur á heimaslóð- um. Kunnustu kvæði hans eru Höfuð- lausn, sem varð til þegar hann þurfti að bjarga lífinu undan reiði erkióvinar síns, Eiríks blóðaxar, konungs, og Sona- torrek sem hann orti um sonamissi sinn. Hann gat ekki hefnt harma sinna vegna dauða sonanna tveggja þar eð goðin höfðu tekið þá frá honum en harmurinn dvínaði við að yrkja. Skalla- Grímur var fluttur til greftrunar að Naustanesi og heygður þar sem Skalla-Grímsgarður er nú í Borgarnesi. Í Laxdæla sögu segir að Kjartan Ólafsson hafi verið fluttur til greftrun- ar að Borg, þegar kirkjan þar var nývígð, og liggi þar grafinn. Kunnast- ur veraldlegra höfðingja, sem sátu Borg, var Snorri Sturluson. Hann sótti þangað auð sinn með því að kvænast Herdísi Bessadóttur prests og sat stað- inn 1202–1206. Þá skildu þau og Herdís sat þar áfram þegar Snorri fluttist að Reykholti. Minnismerkið Sonatorrek eftir Ásmund Sveinsson var reist 1985 við Borg. Skammt frá Borg á Mýrum er einhver mesta laxveiðiá landsins, Langá, sem á upptök sín í Langavatni á Mýrum. Skallagrímsgarður í Borgarnesi. Reykholtskirkja hin nýrri.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.