Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2010, Síða 29

Skinfaxi - 01.05.2010, Síða 29
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 29 Líflegt nefndastarf innan UMFÍ Á stjórnarfundi Ungmennafélags Íslands í desember sl. var skipað í hinar ýmsu nefndir sem munu vinna við verkefni á vegum hreyf- ingarinnar næstu tvö árin. Nálægt 150 einstaklingar skipa nefndirnar sem starfa í sjálfboðavinnu. Þeir koma alls staðar að af landinu en nefndirnar eru alls 27. Nefndirnar eru skipaðar mjög hæfu fólki og hefur starfið í þeim verið mjög lifandi og drífandi í vetur. Mörgum nýjum hugmynd- um og verkefnum hefur verið hrint í fram- kvæmd og munu þess sjást merki nú þegar í sumar. Nefndirnar, sem hér um ræðir, eru þessar: Almenningsíþróttanefnd, bókasafnsnefnd, byggingarnefnd aðalstöðva, forvarnanefnd, fræðslunefnd, fræðslusjóður, laganefnd, landsmótsnefnd 2013, menningarnefnd, nefnd sem endurskoðar úthlutunarreglur verkefna- og fræðslusjóðs UMFÍ, nefnd um starf eldri ungmennafélaga, nefnd um vetrar- leika UMFÍ, rekstrarnefnd Lauga, rekstrar- nefnd Þrastalundar, samstarfsnefnd UMFÍ og LH, Skinfaxi – ritnefnd, stjórn umhverfis- sjóðs, minningarsjóður Pálma Gíslasonar, tölvunefnd, umhverfisnefnd, undirbúnings- PATHE-verkefnið Lokafundur PATHE-verkefnisins var haldinn í Belgrad dagana 22.–25. apríl sl. Fulltrúar Ungmennafélags Íslands á fundinum voru þau Björg Jakobsdóttir, varaformaður UMFÍ, og Einar Haraldsson, stjórnarmaður UMFÍ. Nokkrir kynningar– og undirbúningsfundir höfðu áður verið haldnir, þar á meðal einn hér á Íslandi í apríl 2009 þar sem nokkrir full- trúar sambandsaðila sátu. UMFÍ fékk afhent viðurkenningarskjal fyrir þátttöku í verkefn- inu sem hefur staðið yfir í þrjú ár. PATHE- verkefnið er evrópskt og lýtur að líkamsrækt og heilsu fólks almennt. Markmið verkefnis- ins, sem styrkt er af Evrópusambandinu, gengur fyrst og fremst út á það að fá almenn- ing til að hreyfa sig meira. Úr hreyfingunni nefnd starfsíþróttaráðs UMFÍ, unglingalands- mótsnefnd 2010, unglingalandsmótsnefnd 2011, ungmennaráð UMFÍ, verkefnastjórn „Ungt fólk og lýðræði“, verkefnastjórn frjáls- íþróttaskólans, VNU – Vestnorrænt samstarf og Þrastaskógarnefnd. Á fundi í almenningsíþróttanefnd. Frá vinstri: Gísli Sigurðarson, Kristín Sigurðar- dóttir starfsmaður verkefnisins, Sigurður Guðmundsson, Eyrún Harpa Hlynsdóttir og Kári Jónsson. Á myndina vantar Stein- unni Leifsdóttur og Elínu Birnu Guð- mundsdóttur sem sæti eiga í nefndinni. isnic Internet á Íslandi hf. F M BS

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.