Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.2010, Page 40

Skinfaxi - 01.05.2010, Page 40
40 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Guðrún Nielsen heiðruð Ungmennafélag Íslands heiðraði Guðrúnu Nielsen fyrir frábært starf í þágu Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra, FÁÍA, á aðalfundi félagsins, 6. apríl sl. Guðrún var ein af stofnendum félagsins og formaður þess frá upphafi en félagið fagnar um þessar mundir 25 ára afmæli. Guðrún lét af formennsku eftir 25 ára starf í FÁÍA á aðalfundinum og við starfi hennar tók Þórey S. Guðmunds- dóttir. Frábært frumkvöðlastarf Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sagði að hreyfingin vildi þakka Guðrúnu fyrir gott samstarf og frábært frumkvöðlastarf í uppbyggingu félags- og íþróttastarfs í þágu aldraðra. Helga Guðrún færði Guðrún Nielsen áritaðan silfurskjöld sem þakklætisvott frá UMFÍ. Guðrún Nielsen þakkaði fyrir þann heiður sem henni væri sýndur. Hún sagði að í formennskutíð sinni hefði hún alltaf unnið með góðu fólki og samstað- an hefði alltaf verið góð. Hún vildi einnig þakka Ungmennafélagi Íslands fyrir þann stuðning sem UMFÍ hefði sýnt félaginu. UMFÍ lagði Félagi áhugafólks um íþróttir aldraðra til aðstöðu í húsa- kynnum sínum árið 1999 sem hefði haldist síðan. Stuðningur UMFÍ ómetanlegur „Stuðningur UMFÍ hefur verið ómet- anlegur og að fá aðstöðu innan þeirra raða gjörbylti í raun allri starfsemi félagsins. Það færði okkur meira öryggi og öll starfsemin breyttist og efldist til muna. Fyrir þetta er félagið ákaflega þakklátt. Árin mín innan FÁÍA hafa verið mér mikils virði og átt hug minn allan,“ sagði Guðrún Nielsen. Með Guðrúnu úr stjórn gengu þau Soffía Stefánsdóttir og Ernst Backmann en þau hafa verið meðlimir í félaginu frá stofnun þess. UMFÍ heiðraði þau einnig fyrir frábær störf fyrir félagið. Ernst átti að baki 24 ára starf í stjórninni og Soffía sat í stjórn í yfir 20 ár. Á efri myndinni er Guðrún Nielsen með blómavönd og silfurskjöldinn sem UMFÍ færði henni að gjöf fyrir frábært starf. Á neðri myndinni, frá vinstri, eru Soffía Stefánsdóttir og Ernst Backmann, en þau voru einnig heiðruð fyrir áratuga starf í þágu Félags áhugafólks um íþróttir aldr- aðra. Þá koma Helga Guðrún Guðjóns- dóttir, formaður UMFÍ, Guðrún Nielsen og Þórey S. Guðmundsdóttir. Þórey S. Guðmundsdóttir tók við for- mennsku í Félagi áhugafólks um íþróttir aldraðra, FÁÍA, á aðalfundi félagsins. Guðrún Nielsen, sem hafði gegnt for- mennsku í félaginu allt frá stofnun þess eða í 25 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Þórey sagði að þegar hún kom inn í félagið hefði aldrei staðið til að hún yrði formaður. „Mál þróuðust hins vegar með þeim hætti en ég fékk mikla hvatningu til að taka þetta starf að mér. Það er mikil gróska innan félagsins og góð og öflug starfsemi fer þar fram. Við stöndum fyrir boccia-móti, höldum íþróttadag árlega á öskudegi og gefum út fréttabréf svo að eitthvað sé nefnt. Einnig mætti geta danskennslu sem hefur verið undir handleiðslu Kolfinnu Sigurvinsdóttur,“ sagði Þórey. Stjórn FÁÍA er þannig skipuð: Þórey S. Guðmundsdóttir, formaður, Hjörtur Þórarinsson, varaformaður, Flemming Jessen, gjaldkeri, Hörður Óskarsson, ritari, Guðmundur Magnússon, varari- FÁÍA Þórey S. Guðmundsdóttir formaður FÁÍA tari, Sigurrós Óttarsdóttir, meðstjórn- andi, og Sigmundur Hermannsson, meðstjórnandi. Ungmennafélag Íslands hefur lagt Félagi áhugafólks lið um íþróttir hin síðustu ár og hefur félagið aðstöðu í Þjónustumiðstöð UMFÍ. Til vinstri: Þórey S. Guðmundsdóttir, nýkjörinn formaður FÁÍA. Til hægri: Þórey á púttmóti, en pútt er íþrótt sem nýtur vaxandi vinsælda innan félagsins.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.